Páskafrí...

og það afar kærkomið frí :) Enda er ég búin að sofa til 9 síðustu tvo morgna og *úps* láta barnið horfa á barnaefnið á meðan. En Jón Ingi fer í frí eftir morgunndaginn og þá verður einhver til að gera kannski eitthvað annað. Er bara svo ferlega sibbin. Vona að ég hressist aðeins fyrir próf. Náði reyndar að læra fullt í gær hí hí... eða "fullt" sko miðað við aðstæður. Hugsa að við mæðgin skreppum í sund á eftir, allavega í labbitúr það er svo yndislegt veður en ennþá svolítið kalt.

Fundurinn í síðustu viku gékk mjög vel og ég ætla að reyna að sækja um meistaranámið strax næsta haust. Mjög spennt yfir því. Þannig að páskarnir fara í ýmislegt fleira en bara próflærdóm. Þarf að byrja á rannsóknaráætluninni fyrir bs og safna saman gögnum til að skila með umsókninni í skólann. Er líka loksins farin að hlakka til að flytja héðan, hlakka ekki endilega til að fara í höfuðborgina en finnst ég svolítið langt í burtu frá litla bróðir og örðum í fjölskyldunni.

æj hef svosem ekkert til að blogga um núna bara aðeins að láta mér leiðast.

Edda


jæja

Blogga smá hér líka, er svo óvenjudugleg á barnalandi fyrir soninn að ég gleymi þessu alveg :) En það er bara ágætt að frétta héðan úr sveitinni, núna er síðasta kennsluvikan í skólanum, svona upprifjunarvika fyrir próf og svo byrjar pásakfrí á föstudaginn. Það verður ágætt að fá frí, lesa svolítið fyrir prófin en við erum að fara í 2 munnlegpróf sem þarf að lesa þósvolítið fyrir. Er pínu farin að kvíða prófvikunni, verð komin 39 vikur undir lok hennar og eitt prófið þarf ég að sitja í 5 klst. úff... spurning að velja sér bara sæti aftast til að geta staðið upp reglulega. Svo er bara umfram allt að halda í sér fyrir próf hehe... það ætti að takast, hef engar stóraráhyggjur af því.

Ég ætla að fara í bæinn á morgunn með Robba og Júlla að hitta umsjónarmann meistaranámsins í fjármálum í HR. Er pínu spennt yfir því... langar svoooo að komast inn í haust, það nefnilega hentar alveg ágætlega eða við látum það henta. Ég er búin að fá úthlutaðan leiðbeinanda fyrir BS ritgerðina, fékk Lobba sem var reyndar aðalvalið mitt :) hæstánægð með það. Þarf bara að negla efnið mitt almennilega niður.

Hvað get ég sagt meira hehe.. jú það er akkúrat einn mánuður í krílið í dag. Bara spennó

Edda


Umsókn þín um lokaritgerð hefur verið móttekin...

Dvöl okkar hér á Bifröst er heldur betur að styttast! Ég var að enda við að sækja um lokaritgerðina mína sem ég mun skrifa í sumar. Efnið er reyndar ekki alveg ákveðið en það verður um fjármál eða hagfræði. Er mjög veik fyrir hagfræði svo ég held að hún vinni. Ég sótti allavega um tvo hagfræðinga sem leiðbeinendur :)

Annars er bara gott að frétta, ég er að túttna út um mig miðja enda styttist þetta óðum. Rúmir tveir mánuðir til stefnu. Álagið er svakalegt núna í skólanum. Mikið af verkefna vinnu í hópum og svo er ég í einu fjarnámsfagi sem er alveg að taka sitt líka.

jæja hef varla tíma til að blogga núna.

Edda


Ég er búin að ákveða að blogga í dag :)

mikið framtak ha? Hef samt eiginlega ekki tíma til þess akkúrat núna Errm Er ekki klassíst að blogga um atburði síðasta árs á nýju ári? Allavega þá gerðist margt, mikið og skemmtilegt á síðasta ári.

Janúar: Setti mér það markmið að breyta algjörlega um lífstíl, hætti að drekka bæði gos og áfengi, drakk reyndar aldrei mikið gos og hóf að stunda reglulega líkamsrækt. Skólinn byrjaði alltof snemma í fyrra eða 2. janúar úff... Minn ástkæri kærasti átti líka afmæli eins og alla aðra janúar mánuði hehe... man ekki meira svona aftur í tímann.

Febrúar: Fór að læra huglæga atferlismeðferð með sálfræðingnum við skólann en það hentar mjög vel fólki eins og mér með ADHD, hef mjög vel geta nýtt mér aðferðina.

Mars: Lokaprófin voru í lok mars og gengu bara helv... vel, sama dag og ég fór í próf í Þjóðhagfræði var einmitt brotist inn í bílinn okkar af mjög svo ekki gáfuðum innbrotsþjófi. Hann tók sig til og góndi inní allar myndavélar sem Kibbi í Baulunni var með uppsettar hjá sér og því náðist kauði aðeins á nokkrum tímum. Það reyndar hjálpaði að hann keyrði útaf og hafði sjálfur samband við lögregluna um aðstoð hehe... mjög klár innbrotsþjófur það :) Útúr þessum útafakstri hans komu 9 innbrot í bæði hús og bíla.

Apríl: Missó stóð uppúr í apríl, gerðum mjög athyglisvert verkefni um íbúðarlán íslenskra banka og banka á Norðurlöndunum. Pabbi gamli varð líka sextugur 15. apríl og hélt brunch á Útlaganum sama dag. Í apríl prófaði ég líka body pump í fyrsta skiptið sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í ræktinni. Sumarönnin hófst

Maí: Var bara dugleg í ræktinni, mætti 5 sinnum í viku og árangurinn var alveg eftir því. Kynntist líka einni manneskju sem kom mjög skemmtilega á óvart. Huglæg atferslismeðferð kom sér vel ;)

Júní: Ég og minn heittelskaði áttum 5 ára afmæli, skelltum okkur í fyrstu útilegu sumarsins að Hrauborgum í Grímsnesi. Ótrúlega skemmtilegt. Við kíktum líka við á víkingahátíð í Hafnafirði og hittum gamla og góða víkingavini. Ég byrjaði að æfa 7 sinnum í viku í þessum mánuði. Við Rósa bættum óvissubúðum við body pumpið og stöðvaþjálfunina.

Júlí: Skelltum okkur í rokið í Haukadal á víkingahátíð, bara ansi vel heppnuð hátíð, aldrei þessu vant. Ég fékk líka veiðidellu :) hittum vinafólk okkar frá Akureyri, Jón Þór og Þóru, í Húnaveri og fórumað veiða í Svínavatni. Ég veiddi nú ekkert þá en ég missti einn fisk :) Það var ýmislegt fleira skemmtilegt við þessa ferð ;) hehe... Eigum við svo eitthvað að ræða árangurinn af þjálfuninni, fór niður í eðlilega fitu % miðað við að vera kvenmaður og í vel góða kjörþyngd. :) 166cm og 66kg :)

Ágúst: Fluttum yfir bílastæðið í 40fm stærri íbúð :) skelltum okkur svo til Spánar þrjú saman í mjög skemmtilega ferð, höfðum heldur betur nóg að gera allan tímann. Á spáni komumst við líka af því að annar erfingi væri væntanlegur. Þegar við komum heim veiddi ég fyrsta fiskinn minn! tæplega 3ja punda sjóbirting í ósnum heima í Tungu. Jón veiddi ekkert hehe... Keyptum okkur líka nýja æðislega þvottavél, hætti seint að elska þetta tæki.

September: Skólinn byrjaði, reyndi við ræktina en endaði með hausinn hálfann í klósettskál :( Tók þátt í ratleik á vegum Capacent og auðvita vann hópurinn minn! nema hvað ;) fór heim með 3 bjórdósir og færði ástinni. Reyndi nokkrum sinnum í viðbót við ræktina en ekkert gékk. Það voru líka Hrunaréttir, þar veiddi ég alveg nokkrar kindur og keyrði svo tröllið heim, Doudge Ram 3500, bara kúl gella. Og já aftur sorrý Jónsi að við kláruðum nammið þitt ;) Ég fór líka í fyrstu skoðun sem kom vel út.

Október: Þá átti ég auðvita afmæli :) fórum í bústað í Varmahlíð sem var mjög kósý og STÓR. Svo var bara kreisí að gera í skólanum.

Nóvember: Mánuður stórafmælanna, Gylfi vinur okkar varð 40 og Linda Björk vinkona okkar varð 30. það var líka jólahlaðborð hjá fjölskyldunni minni á Grand Hótel. Mjög skemmtilegt, nammi besti matur í heimi þarna. Lokaprófin voru svo í lok nóvember og missó tók við þar á eftir. Við fórum líka í sónar og er væntanlegur fæðingadagur 11. apríl.

Desember: Kláruðum missóið okkar og fengum svona frekar ósanngjarnameðferð á verkefninu. Jólafríið byrjaði fyrr en stóð til og nutum við mæðginin okkar bara í fríinu við að undirbúa jólin. Bökuðum heilar 6 sortir af smákökum og gerðum laufabrauð með mömmu og co. Áttum svo bara yndisleg og rómantískan aðfangadag og kvöld. Maturinn vel heppnaður og allt æðislegt. Kláruðum svo árið í sveitinni. Strengdi svosem ekkert áramótaheit en ákvað að fara eftir Viggó og hafa meira samband við vini mína. Bæði heyri í þeim og hitti þá alltof sjaldan. Sakna ykkar krúttin mín.

Jæja þá er þessari yfirferð lokið, tók eina og hálf klst með því að vinna verkefnið hehehe...

Edda


Gleðileg jól!!

Það er bara varla að ég kunni á þetta blog lengur! Þurfti að leggja höfuðið vel í bleyti til að muna lykilorðið til að komast hérna inn. En gleðileg jól elsku vinir, vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðina. Við litla fjölskyldan höfum haft það alveg príðilegt. Vorum heima hjá okkur á aðfangadagskvöld sem var æðislegt, allt heppnaðist svo vel og var mjög skemmtilegt. Sá stutti skemmti sér auðvita lang best enda fékk hann alveg að njóta þess að þetta séu síðustu jólin sem hann er einn ef allt fer eins og það á að fara á þessu ári :) úff og um næstu jól verðum við meira að segja flutt frá Bifröst og hver veit hvert við verðum flutt, en ætli það verði ekki Kópavogurinn til að byrja með amk. Það er allavega nokkuð ljóst að það verður mjög mikið um að vera á árinu 2008 hjá okkur en vonandi hef ég tíma til að sinna blogginu eitthvað. Er að nota tækifærið núna meðan jólamyndirnar hlaðast inn á barnalandið... get svo svarið það hvað maður er ekki að höndla svona hægt internet eins og hér í sveitinni, er hjá mömmu eins og er s.s.

jæja þetta hlýtur að fara að koma

Hafið það gott um áramótin

Edda


Núna virkar myndbandið

Ég hef örugglega bara klúðrað einhverju, kann ekkert að blogga lengur það er svo langt um liðið.

Hef sko alveg fullt að segja ég bara hef ekki tíma, skólinn er að gera heiðarlega tilraun til að drepa okkur annars árs nema með ýmsum skemmtilegum uppákomum hvaðan æva úr heiminum!!

Edda


Sex tape með Eva Longoria

Bara fyndið, Eva Longoria að gera grín að sex tape-inu hennar Paris Hilton. Hélt ég myndi deyja þetta er svo fyndið


Var maðurinn svona hræddur við ketti?

Hehehehehe... oohh hefði svo viljað sjá þetta á myndbandi Smile Kall greyjið úti á svölum í "náttfötunum" og þorði ekki inn útaf tveim kattargreyjum. Ég þurfti að lesa fréttina aftur til að athuga hvort það hafi ekki örugglega staðið kona en ekki karl en þetta reyndist vera rétt lesið hjá mér. Án þess að ég sjálf geri lítið úr konum sko. Bara karla viðurkenna venjulega ekki hræðslu sína.

Ætla þá sjálf að játa hér með að ég er skíthrædd við vont veður og hef ekki hugmynd afhverju. Hef bara verið það síðan ég var lítið grjón. Þá tók ég dýnuna úr rúminu mínu og dröslaði henni inná gólf til pabba og svaf þar. Ég get auðvita ekki dröslað dýnunni minni neitt núna, nema þá helst inn til hans Gylfa míns.

Edda


mbl.is Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara nenni ekki að blogga hehe...

...sé til hvað ég nenni um helgina, en ég er semsagt komin frá Spáni og byrjuð aftur í skólanum.

 Edda


Spánn á morgunn

Það eru 5 mánuðir síðan við pöntuðum þessa ferð og það er loksins komið að henni :) Fljúgum kl 14:35 á morgunn svo það er vissara að fara að klára að pakka niður. Var rétt í þessu að klára að útbúa tónlistardisk fyrir soninn til að hafa í flugvélinni með öllum uppá halds lögunum. Hafði það nú bara barnalög þrátt fyrir að hann sé einlægur aðdáandi Creed og Gwen Stefani, þriggja og hálfs árs gamall. Gwen hefur reyndar verið í uppáhaldi síðan hann var um 18 mánaða hí hí...

Okkur tókst líka að flytja á föstudaginn! geggjaður munur, reyndar klóra ég mér enn í hausnum hvernig ég kom öllu þessu dóti fyrir í hinni íbúðinni. Stórfurðulegt. Fengum mikla og góða hjálp svo þetta skotgékk bara! Takk mamma, Birgir, Ingi og Diljá!!

Ég bjó líka til svona GSMblogg en kann ekki að láta það virka hingað inn svo að ég get bara sent inná síðuna hans Gylfa Rúnars, svo ef þið viljið fylgjast með Spánarfréttum verðið þið að kíkja þangað. Senda mér þá bara sms til að fá lykilorðið :) Ekkert vera feimin við það. Getið líka séð hvernig veðrið á að vera á okkur hér.

20060621150813_23

Heyrumst síðar

Edda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband