Færsluflokkur: Fitness

Mælingar og myndir nr. 2

Síðasta fimmtudag tókum við Rósa mælingu nr. 2 á okkur. Ég var svona ekkert brjálað spennt yfir því því mér fannst ég ekkert búin að bæta mig þannig. Bara búin að þyngjast um 100 gr. síðan í síðustu mælingu (3 kg. samt síðan við byrjuðum að lyfta þungt). Niðurstaða mælinganna var sú að ég er búin að bæta á mig 9,5 cm á upphandleggi, axli, brjóst, mitti og læri. Minnkaði um björgnunar hringinn sem ég er mjöööög ánægð með! Fituprósentan lækkaði um 1,9% sem ég held að sé bara nokkuð gott.

Þessi vika er búin að einkennast mjög mikið af því að þyngja í æfingunum, þá reyni ég að þyngja þannig að ég taki ekkert oftar en 8 sinnum. Það er tekist oftast en stundum næ ég samt að gera alveg 10 - 12 skipti svo ég held áfram að þyngja í næstu viku. Nenni ekkert að tekja upp hvað ég er að taka í hverju, geri það kannski síðar. En ég er með svakalega harðsperrur um allan líkama sem mér finnst yndislegt!! frekar langt síðan ég hef fengið svona svakalegar í þríbbann!

Við Rósa fórum líka saman og keyptum okkur kreatin og byrjuðum að taka það inn á þriðjudaginn þannig núna er heldur betur búið að bætast við bætiefnin. Núna er ég semsagt að taka CLA þrisvar á dag með mat ásamt fjölvítamíni og kalki, Glútamín strax eftir æfingu og fyrir svefninn, Kreatín eftir æfingu og Prótein shake eftir æfingu.

Þetta er nóg í bili

Edda


Tíminn líður

Klárlega kominn tími á smá blogg núna!

Sit hérna við tölvuna með brennandi skinn en ég var að bera á mig dúndurkrem frá Comfort Zone og finn hvernig það virkar ;) en svo ég snúi mér aftur að því að tala um sjálfa mig...

Síðasta vika var svona lala, jú gékk vel í ræktinni og allt það en ég var uppfull af bæði ljótunni og feitunni. Ekki gott sko en ég er orðin einstaklega lagin við það að tala sjálfa mig til og taldi sjálfri mér trú um að að ef ég færi að hugsa um það að ég sé falleg og flott þá verð ég það bara með það sama :) það virkar og það virkar líka að skoða sig og átta sig á hvað það er sem gerir mann flottann. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrrenn í síðustu viku að ég er komin með þokkalega flottan maga! sá bara útundan mér í speglinum í sundi þegar ég var að setja hárið í teyju að ég þarf ekki að skammast mín fyrir hann og ég ætla sko að láta hann bæta upp fyrir lærin mín sem ég er langt í frá að vera ánægð með. En þetta fer vonandi þegar kemur að kötti!!

Í síðustu viku tók ég líka loksins ákvörðun um hvað ég ætla að gera í haust. Þar sem ég er ekki alveg að sætta mig við að vera bara average námsmaður á meistarastigi ætla ég mér að taka mér pásu frá náminu næsta haust og hefja þess í stað nám í einkaþjálfun hjá Íþróttaakademíunni. En ég ætla mér ekkert að taka langa pásu og byrja aftur haustið 2010 þegar ég verð vonandi orðin sprenglærður einkaþjálfari og get starfað við það með náminu. Ég hlakka mjög til að byrja að læra þetta því eins og allir vita sem lesa þetta er þetta aðal áhugamálið núna og því alveg kjörið að klára þetta bara af. Ætla að drífa mig að kaupa þær bækur sem mig langar að eiga sem fyrst svo ég geti byrjað að lesa ;) já já einhver hugsar öruggleg að ég sé snar... en ég á það líka til að vera það ;)

En það er eitt enn, við Rósa erum að byrja að leita okkur að keppnisfötum fyrir haustið svo ef einhver sem les þetta á eða veit um einhvern sem getur lánað eða leigt föt má sá hinn sami gjarnan senda á mig línu á eddaot@simnet.is Það sem þarf er semsagt bikiní í lit, sundbolur í lit og svart bikiní.

meira var það ekki í dag

Edda


Þið verðið að afsaka

En næstu mánuðina þá þarf ég að tala mjög mikið um sjálfa mig og hvað ég er vonandi flott og vonandi að standa mig vel!

Ég var semsagt að koma af geðveikri fótaæfingu! er svo stolt af sjálfri mér yfir hvað mér gékk vel. Það virkar klárlega best fyrir mig að vakna kl 6 og fara svo á æfingu kl 8:40 því  munruinn á orkunni sem ég hef er ótrúlegur. Er búin að vera léleg að vakna síðustu tvo daga og þar með ekki fundist ég standa mig nógu vel. En í morgunn vaknaði ég bara með Jóni og fékk mér morgunmat, haframjöl m/ léttmjólk, ætlaði að fá mér eggjahvítu líka en gleymdi að sjóða í gærkvöldi. Ég var semsagt bara í góðu stuði þegar ég mætti í sporthúsið, tók 5 mín upphitun á bretti og tók svo 2x 2 mín af hnébeygjum án þyngdar. Fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá gerði ég fyrst 60 - 62 hnébeygjur á 2 mín, svo 69 - 66, svo 82 - 94 og þá hélt ég að ég myndi ekki bæta mig meira en í morgunn gerði ég 83 - 99. Næst skal ég ná 100+ :) Svo fór ég auðvita bara í æfingarnar mínar sem ég nenni ekkert að segja frá, fyrrenn komið var að fótapressunni. Ég er nefnilega að bæta mig mjög mikið í fótapressunni og það er að gera mig einmitt svona ánægða með mig í dag. Í síðustu viku byrjaði ég í 90 kg og kláraði að gera 4x120 kg. og var þokkalega ánægð með það.

En í DAG!! Ég byrjaði aftur með 90 kg. og gerði 12 sinnum, svo 10x100 kg. 12x110 kg. þannig ég hefði geta gert betur með 100 kg. skellti svo í 120 kg. sem ég var svo ánægð með fyrir viku sinnum og tókst að gera það líka 12 sinnum! eigum við að ræða það eitthvað. Svo þar sem næsta tæki sem við vorum að fara í ákvað ég að prófa 130 kg. og mér tókst að taka það 6 sinnum og ég hélt ég myndi rifna ég var svo ánægð með mig :) Er að verða mjög sterk í fótunum og að fá þokkalega flotta vöðva :) verður gaman að fara að skera spikið utan af þeim ;)

Eftir æfinguna tókum við svo spretti (hlaupa 40 sek, hvíla 20 sek) og mér tókst að bæta mig i því líka, byrjaði í 11,5 og fór uppí 15 í hraða. Fyrir viku fór ég frá 11 uppí 13 svo þetta er töluverð bæting.

Jæja ætla að fara að kynna mér kraftlyftingar hehe... meira síðar

Edda


Sól og sumar

Loksins er sumarið komið! og ég elska það! En þrátt fyrir sólina þýðir ekkert að slaka á í ræktinni er búin að mæta mjög svo samviskusamlega á hverjum morgni, ekki sunnudag samt, og taka vel á því. Sagði það líka síðast en verð að segja það aftur að það er ekkert smá gaman að bæta sig svona í hverri viku, bæði í lyftingunum og í öllum öðrum æfingum. Tökum alltaf eina þolæfingu eftir lyftingar sem er mjög skemmtilegt, t.d. hlaupa stigann í 5 mín og telja ferðirnar. Hljóp 13 ferðir í þar síðustu viku og 15 í þessari ágætis bæting það. Þið sem ekki vitið þá er þetta enginn smá stigi, og fyrir mig lofthræddu manneskjuna þá var það ótrúlega erfitt fyrst. Þarf að halda mér í hálfa leið niður.

Núna eru bara ca 10 vikur eftir af uppbyggingunni og ég held sveimér þá að ég sjái mun á mér. Allavega sést vel móta fyrir vöðvum. Hlakka eiginlega smá til að fara að skera utan af þeim til að sjá þá almennilega. Hvíði reyndar svolítið lærunum því þar er sko nóg af spiki en ég er bara að fara að gera mitt besta.

Aftur að sumrinu, við mæðgur erum búnar að vera duglegar úti í sólinni. Fórum í langan labbi túr bæði í gær og á mánudaginn og skelltum okkur svo í sund með Rósu í dag eftir rækt. Það var alveg notarlegt og við fengum báðar línu eftir sundfötin. Freyja litla algjört krútt með lítið X á bakinu. Það er ótrúlegur munur á krakkanum eftir að ég hætti í skólanum. Hún er farin að sofa betur á daginn og er bara öll önnur! Greinilegt að álag foreldra skila sér til barnanna. Vona að ég geti komið í veg fyrir að það bitni á börnunum næsta vetur eins og það gerði þennann.

En nóg í bili

Edda

 


Mælingar og myndir

Jæja þá hefst þetta í alvörunni! Við Rósa hittumst í vikunni og mældum okkur í bak og fyrir og tókum "fyrir" myndir af okkur. Verð nú að segja að við lítum nú alveg þokkalega vel út á myndum sko :) Mælingarnar voru svona allt í lagi en það verður bara gaman að sjá tölurnar breytast á næstu mánuðum. Við eigum eftir að vera að massa okkur upp til 1. ágúst og erum þá að lyfta mjög þungu og alveg að klára okkur á hverri æfingu. Mjög skemmtilegt. Erum að bæta okkur í hverri viku bæði í þyngdum og þoli. 

Ég er búin að vera í svolitlu veseni með mataræðið, þá ekki hvað ég borða mikið heldur er ég að borða alltof alltof alltof lítið. Stundum bara rétt 1000 kcal yfir heilan dag með kröftugum æfingum á hverjum morgni. Er að reyna að bæta þetta og það tekst svona ágætlega, náði t.d. 1250 kcal í gær og mér fannst ég sko éta geðveikt mikið og hlutföllin í prótein, kolvetni og fitu voru flott. Vonandi gengur jafn vel í dag :)

Edda

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband