ADHD - lyfin

Kannski kominn smá tími á ADHD blogg.

Í lok nóvember tók læknirinn minn þá ákvörðun að sennilega væri Concerta ekki lyfið sem hentaði mér, skapið var ekki að gera sig og lyfið virtist ekki vera að gera nákvæmlega það fyrir mig sem það átti að gera. Hann lét mig því á Ritalín Uno sem er í rauninni það sama og Concerta en aðeins öðruvísi uppbyggt og átti að hjálpa mér með skapið betur, átti til að verða svo geðvond þegar lyfið hætti að virka Angry Það virkaði mjög vel á skapið og ég var í raun allt önnur en mér fannst og finnst það ekki virka nægilega á athyglisbrestinn. Finnst ekkert ganga hjá mér svo 1. feb ákvað ég að prófa að taka Concerta aftur og viti menn... ég varð bara þunglynd! og ógeðslega leiðinleg og forðaðist eins og heitan elda að tala við fólk, ég reyndar fattaði það ekki sjálf fyrrenn Jón benti mér pent á það í gærkvöldi. Sem betur fer á ég tíma hjá Grétari núna í febrúar svo hann geti sagt mér hvað ég á að gera. Það er eins og það sé eitthvað í concerta sem fær mig til að fá bæði ljótuna og feituna og allt verður vonlaust. Finnst eins og allir séu að fara á bak við mig eða vilji ekki tala við mig. Mjög spes GetLost og núna halda allir sem lesa þetta að ég sé geðveik hehehe... úff veit ekki hvað ég á að gera...

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

  Edda mín, hvað er að heyra?  Ekki getur verið skemmtilegt að þurfa að vera eldast við hverja aðferðina á fætur annarri til að geta lifað eðlilega (þú veist hvað ég meina) 

  Annars hef ég verið að skoða myndirnar hérna og ég get ekki séð þig með ljótuna á neinni þeirra. Mér finnst þú vera svo falleg og flott á öllum þessum myndum.  Held þú hafir aldrei litið betur út heldur en einmitt núna

Anna Sigga, 5.2.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Anna

Hæ skvís ;) Vonandi finnur þú út úr þessum lyfjamálum sem fyrst  ;) - og Eddan mín þú veist að konur í okkar fjölskyldu einkennumst alltaf af fallegheitum ;) heheh en já held upp á ammælið mitt 24. nk. og þú verður endilega að kíkka kona góð;)

Anna, 5.2.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband