Hvað haldið þið??

Ég er sko búin að skila BS ritgeðinni minni! Truflað spennandi, vona bara að hún sé nógu góð og ég geti útskrifast 6. september næstkomandi. Ég er eiginlega í smá spennufalli, veit ekki hvað ég á að gera. Svolítið óvenjulegt að þurfa ekki að sytja fyrir framan tölvuna núna en samt er þetta orðið svo mikill vani eitthvað. En ég er alveg með daginn planaðan sko. Ætla í bíó með drenginn minn, þrífa íbúðina og reyna að komast í ræktina. Keypti mér sko áskrift í sporthúsið í síðustu viku og er búin að fara einu sinni með Rósu, ætluðum reyndar í body pump en það féll niður. Get ekki beðið eftir að komast í svona rútínu og vinna meðgönguspikið af mér, nóg er af því! Mér er strax farið að hlakka til næsta sumars því planið er að reyna að vera bara í sumarfríi allt sumarið með börnunum mínum. Fer í sumarfrí í byrjun maí frá skólanum og það er bara fyrsta almennilega sumarfríið mitt í mörg ár. Eiginlega bara síðan ég var í fæðingarorlofi með Gylfa Rúnari. Það er bara vika þangað til skólinn byrjar, byrjar á hópeflisdegi úti á landi 19. ágúst og svo er nýnemadagurinn 20. mjög spennandi en er líka smá hvíðin. Veit að þetta er erfitt nám og algjörlega nýtt umhverfi. Svo eru líka þau Zanný og Biggi Óli sem ætluðu að vera með mér í náminu hætt við :( en Robbi og Júlli verða þarna líka bara í öðru. Tökum reyndar einn kúrs saman sem er corpurate finance og kenndur þrjár helgar yfir önnina. Verður gott að hafa stuðning frá þeim áfram í námi. Ennþá betra að þurfa ekki að sakna þeirra líka eins og hinna.

Er þetta ekki nóg af bulli?

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband