Ég er sko komin með vinnu!

Ekki að ég hafi verið að leita enda er ég að fara í skóla aftur núna í haust og á tvö stk. börn sem þarf að hugsa um. Má eiginlega segja að ég hafi dottið um þessa vinnu eða eiginlega frekar að vinnuveitandinn hafi felt mig svo ég myndi detta á hana. Ég er orðin fjármálastjóri hjá nýju og mjög svo virtu fyrirtæki í Garðabæ og ég fæ að vinna heima hjá mér. Ekki nóg með það þá er ég líka í stjórn fyrirtækisins og fæ síma og símanúmer til afnota hí hí... mjög spenndi!

Mig langar líka svo í lítinn bíl til að snattast hérna innanbæjar, í skólann og svona, bíllinn minn er ekki beit til þess að skjótast hingað og þangað. Ekki að hann sé að eyða einhverju eldsneyti blessaður, eyðir raunar mjög litlu. Miklu minna en avensisinn sem við áttum. Ég veit reyndar alveg hvernig bíl mig langar í en það eru ekki margir á sölu og þessi eini sem ég var komin með augastað á seldist meðan ég var að hugsa mig um. Hann var reyndar ekki með rétta litinn svo ég er nokkuð viss um að ég eigi bara að bíða eftir að ég verði ánægð með hann í alla staði.

jæja ætla að halda áfram að vera áhyggjufull, á að sækja drenginn minn á leikskólann eftir eina klst. hann er í fyrsta degi í aðlöðun!

Edda

p.s. Spurning hvort ég geti sníkt mér bíl til afnota í nýju vinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna það verður gaman að fylgjast með ykkur krúttin mín  þú hlýtur að fá bíl hjá fyritækinu það á nú nokkra

heyrumst mamma

mamma (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Anna Sigga

Vá!! Duglega, duglega :) Til hamingju með nýju vinnuna þína, ekki dónalegt að vera felldur og detta á svona vinnu ;)

Ég er viss um að þú eigir eftir að standa þig eins og hetjan sem þú ert :)

Knús,

Anna Banana

Anna Sigga, 19.8.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Jón Þór Tómasson

Þú ert snild, hvenar Byrjaru í henni?

Eiddi corollan gráa nokkuð svo miklu? Hún var svo töff á litinn.

Jón Þór Tómasson, 19.8.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Edda

Hann bí bí? hann eyddi engu og var alveg æðislegur.

Edda , 20.8.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband