Sól og sumar

Loksins er sumarið komið! og ég elska það! En þrátt fyrir sólina þýðir ekkert að slaka á í ræktinni er búin að mæta mjög svo samviskusamlega á hverjum morgni, ekki sunnudag samt, og taka vel á því. Sagði það líka síðast en verð að segja það aftur að það er ekkert smá gaman að bæta sig svona í hverri viku, bæði í lyftingunum og í öllum öðrum æfingum. Tökum alltaf eina þolæfingu eftir lyftingar sem er mjög skemmtilegt, t.d. hlaupa stigann í 5 mín og telja ferðirnar. Hljóp 13 ferðir í þar síðustu viku og 15 í þessari ágætis bæting það. Þið sem ekki vitið þá er þetta enginn smá stigi, og fyrir mig lofthræddu manneskjuna þá var það ótrúlega erfitt fyrst. Þarf að halda mér í hálfa leið niður.

Núna eru bara ca 10 vikur eftir af uppbyggingunni og ég held sveimér þá að ég sjái mun á mér. Allavega sést vel móta fyrir vöðvum. Hlakka eiginlega smá til að fara að skera utan af þeim til að sjá þá almennilega. Hvíði reyndar svolítið lærunum því þar er sko nóg af spiki en ég er bara að fara að gera mitt besta.

Aftur að sumrinu, við mæðgur erum búnar að vera duglegar úti í sólinni. Fórum í langan labbi túr bæði í gær og á mánudaginn og skelltum okkur svo í sund með Rósu í dag eftir rækt. Það var alveg notarlegt og við fengum báðar línu eftir sundfötin. Freyja litla algjört krútt með lítið X á bakinu. Það er ótrúlegur munur á krakkanum eftir að ég hætti í skólanum. Hún er farin að sofa betur á daginn og er bara öll önnur! Greinilegt að álag foreldra skila sér til barnanna. Vona að ég geti komið í veg fyrir að það bitni á börnunum næsta vetur eins og það gerði þennann.

En nóg í bili

Edda

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að verða heví flott skvísa......og ótrúlega gaman að sjá árangurinn hjá þér og hvað þú ert að bæta þig í öllu. Verðum að fara að taka Cooper hlaupaprófið aftur til að sjá þolbætinguna.....held að hún sé þó nokkur :)

Rósa (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband