Mælingar og myndir nr. 2

Síðasta fimmtudag tókum við Rósa mælingu nr. 2 á okkur. Ég var svona ekkert brjálað spennt yfir því því mér fannst ég ekkert búin að bæta mig þannig. Bara búin að þyngjast um 100 gr. síðan í síðustu mælingu (3 kg. samt síðan við byrjuðum að lyfta þungt). Niðurstaða mælinganna var sú að ég er búin að bæta á mig 9,5 cm á upphandleggi, axli, brjóst, mitti og læri. Minnkaði um björgnunar hringinn sem ég er mjöööög ánægð með! Fituprósentan lækkaði um 1,9% sem ég held að sé bara nokkuð gott.

Þessi vika er búin að einkennast mjög mikið af því að þyngja í æfingunum, þá reyni ég að þyngja þannig að ég taki ekkert oftar en 8 sinnum. Það er tekist oftast en stundum næ ég samt að gera alveg 10 - 12 skipti svo ég held áfram að þyngja í næstu viku. Nenni ekkert að tekja upp hvað ég er að taka í hverju, geri það kannski síðar. En ég er með svakalega harðsperrur um allan líkama sem mér finnst yndislegt!! frekar langt síðan ég hef fengið svona svakalegar í þríbbann!

Við Rósa fórum líka saman og keyptum okkur kreatin og byrjuðum að taka það inn á þriðjudaginn þannig núna er heldur betur búið að bætast við bætiefnin. Núna er ég semsagt að taka CLA þrisvar á dag með mat ásamt fjölvítamíni og kalki, Glútamín strax eftir æfingu og fyrir svefninn, Kreatín eftir æfingu og Prótein shake eftir æfingu.

Þetta er nóg í bili

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda

veit ekki... finnst sjást svo lítill munur á myndum ennþá. En kannski hendi ég inn og læt aðra dæmia ;)

Edda , 18.6.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband