Færsluflokkur: Bloggar

Hef ekki hugmynd um hvað lykilorðið er sko!

Ég hef semsagt ekki farið hér inn í mjöööög langan tíma og sá að ég hef fengið SLATTA af beiðnum um lykilorðið, meira að segja fólki sem ég vissi ekki að hefði lesið hérna... hmm... :) láta vita af sér alla vega ;)

En allavega, bloggið er opið og hugsanlega ætla ég að blogga eitthvað hérna! mikið í gangi hjá skvísunni núna og á vafalaust eftir að hafa þörf fyrir að blogga um hlutina.

En svo stiklað sé á stóru þá gékk veturinn svona ljómandi vel hjá mér í skólanum þrátt fyrir töluverðan skólaleiða í byrjun vorannar, börnin mín eru yndisleg og sambýlismaðurinn engum líkur :) Ég er búin að vera SJÚKLEGA dugleg að mæta í ræktina eftir áramót og búin að ná frekar góðum árangri held ég og ætla mér bara lengra.... segi betur frá því síðar þegar ég er tilbúin ;)

Þetta er nóg í bili

Edda

og svona til gamans!

Lækkaði reyndar markmiðið :) óþægilega stutt í gamla markmiðið hí hí :)


Áfram Ísland!!!!

Ég reyndar forðast það að horfa á þetta fer svo svakalega í skapið á mér hí hí...


Ég er sko komin með vinnu!

Ekki að ég hafi verið að leita enda er ég að fara í skóla aftur núna í haust og á tvö stk. börn sem þarf að hugsa um. Má eiginlega segja að ég hafi dottið um þessa vinnu eða eiginlega frekar að vinnuveitandinn hafi felt mig svo ég myndi detta á hana. Ég er orðin fjármálastjóri hjá nýju og mjög svo virtu fyrirtæki í Garðabæ og ég fæ að vinna heima hjá mér. Ekki nóg með það þá er ég líka í stjórn fyrirtækisins og fæ síma og símanúmer til afnota hí hí... mjög spenndi!

Mig langar líka svo í lítinn bíl til að snattast hérna innanbæjar, í skólann og svona, bíllinn minn er ekki beit til þess að skjótast hingað og þangað. Ekki að hann sé að eyða einhverju eldsneyti blessaður, eyðir raunar mjög litlu. Miklu minna en avensisinn sem við áttum. Ég veit reyndar alveg hvernig bíl mig langar í en það eru ekki margir á sölu og þessi eini sem ég var komin með augastað á seldist meðan ég var að hugsa mig um. Hann var reyndar ekki með rétta litinn svo ég er nokkuð viss um að ég eigi bara að bíða eftir að ég verði ánægð með hann í alla staði.

jæja ætla að halda áfram að vera áhyggjufull, á að sækja drenginn minn á leikskólann eftir eina klst. hann er í fyrsta degi í aðlöðun!

Edda

p.s. Spurning hvort ég geti sníkt mér bíl til afnota í nýju vinnunni.


Hvað haldið þið??

Ég er sko búin að skila BS ritgeðinni minni! Truflað spennandi, vona bara að hún sé nógu góð og ég geti útskrifast 6. september næstkomandi. Ég er eiginlega í smá spennufalli, veit ekki hvað ég á að gera. Svolítið óvenjulegt að þurfa ekki að sytja fyrir framan tölvuna núna en samt er þetta orðið svo mikill vani eitthvað. En ég er alveg með daginn planaðan sko. Ætla í bíó með drenginn minn, þrífa íbúðina og reyna að komast í ræktina. Keypti mér sko áskrift í sporthúsið í síðustu viku og er búin að fara einu sinni með Rósu, ætluðum reyndar í body pump en það féll niður. Get ekki beðið eftir að komast í svona rútínu og vinna meðgönguspikið af mér, nóg er af því! Mér er strax farið að hlakka til næsta sumars því planið er að reyna að vera bara í sumarfríi allt sumarið með börnunum mínum. Fer í sumarfrí í byrjun maí frá skólanum og það er bara fyrsta almennilega sumarfríið mitt í mörg ár. Eiginlega bara síðan ég var í fæðingarorlofi með Gylfa Rúnari. Það er bara vika þangað til skólinn byrjar, byrjar á hópeflisdegi úti á landi 19. ágúst og svo er nýnemadagurinn 20. mjög spennandi en er líka smá hvíðin. Veit að þetta er erfitt nám og algjörlega nýtt umhverfi. Svo eru líka þau Zanný og Biggi Óli sem ætluðu að vera með mér í náminu hætt við :( en Robbi og Júlli verða þarna líka bara í öðru. Tökum reyndar einn kúrs saman sem er corpurate finance og kenndur þrjár helgar yfir önnina. Verður gott að hafa stuðning frá þeim áfram í námi. Ennþá betra að þurfa ekki að sakna þeirra líka eins og hinna.

Er þetta ekki nóg af bulli?

Edda


Er að kafna...

...úr spiki!! og ég þarf svo að setja smá pressu á mig hérna. Bætti alltof mikið á mig á þessari meðgöngu miðað við hvað ég var orðin fín síðasta sumar. En jæja, gerði mér svona ticket :)

Megið gjarnan pressa á mig. Ætla í ræktina um leið og ég er búin að skila þessari fjandans ógeðs ritgerð sem tekur frá mér allan tíma þessa dagana.

 Edda


Brjóstamóða

Þessi brjóstamóða er alveg að gera útaf við mig, ég man ekkert stundinni lengur og er svo utan við mig að það er hreint ótrúelgt að fólk nenni yfirleitt eitthvað a ðreyna að tala við mig. Ég er að fatta löngu eftir að ég hætti að tala við fólk hvað það var að segja og þá að ég bara steingleymdi að svara því hehe... pínu asnalegt þannig að það eru örugglega nokkrir að velta fyrir sér hvaða furðufugl ég sé eiginlega eða að ég nenni ekki að tala við það. Vona bara að mér sé sýndur smá skilningur á þessu rugli mínu.

Núna til dæmis man ég ekkert hvað ég ætla að blogga um en ég man það að það var eitthvað sem ég gleymdi í gær :)

Vona að ég ranki við mér fljótlega, þetta getur ekki verið gott þegar maður er að reyna að klára eitt stk háskóla.

Edda


Get ekki sett inn myndir

Ohh böggandi... ætlaði að setja inn myndir hér á síðuna en þær koma ekki inn, búin að gera nokkrar tilraunir og er núna bara búin að gefast upp :(

Við erum byrjuð að pakka og svona enda alveg að fara að flytja. Flytjum sennilega bara á föstudaginn eða laugardaginn og notum svo mánudaginn í að þrífa hérna á Bifröst. Fórum í gær á höfuðborgarsvæðið með ungann í mánaðarlega myndatöku hjá Hörpu Hrund og eins og alltaf var hún algjört rassgat :) Við fórum líka í flugger og keyptum okkur málningu og lakk, ætlum að mála herbergið hans Gylfa Rúnars sem er ekki í góðu ásig komulagi og lakka allar hurðir og skápahurðar hvítar. Svo verður bara það sem við ætlum að gera líka bara gert smátt og smátt þegar við erum flutt. Það á eftir að breyta miklu að lakka og mála bara þetta :) Jón Ingi ætlar að fara í bæinn á morgunn og byrja að græja þetta. Jónsi ætlar að lána okkur fluttningabílinn og koma með hann einhvern tímanum um helgina, þá getum við byrjað að týna inn í hann. Frekar pirrandi að hafa svona kassa útum allt þegar maður er líka með vagn, vöggu og baðborð á flakki um íbúðina.

BS-inn gengur, er að lesa mig til og búin að setja upp rammann um ritgerðina það fara vonandi að koma einhver orð inní hana í næstu viku.

Held ég hafi ekkert ætlað að segja meira, Jón og Gylfi Rúnar eru að baka yndislegar bananamúffur og lyktin bara góð nammi namm :)

Edda

Haha... ég gleymdi að segja hvað mig dreymdi í nótt, eiginlega pínu fyndið. Dreymdi sem sagt að ég fann ísbjarnarför hjá Hraunsnefi hehe :)


Aldrei aftur

Skólinn er búinn... eða svona nánast, ég þarf aldrei aftur að mæta í fyrirlestur eða verkefnatíma hér á Bifröst! og þar með erum við að fara að flytja í Kópavoginn okkar um næstu mánaðarmót. Ætla bara að skrifa BS ritgerðina þar finnst við fáum enga leigjendur í sumar. Tímum ekki alveg að vera að borga af tveim húsnæðum! Er ekki eins svartsýn núna að flytja héðan, kostirnir eru alveg fleiri en gallarnir svosem. Mun til dæmis geta hitt minn ástkæra bróðir oftar, foreldra mína, vini mína, frænkur mínar og auðvita farið að versla alltaf þegar mig langar hehehe... :) Svo eru auðvita flestir vinir mínir hér á Bifröst að flytja á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þetta verður ekkert mál :)

Ég fékk sent í pósti í dag stundaskrána í HR og dagskrá fyrstu dagana, þetta er greinilega að gerast hí hí :) hlakka bara til.

Annars höfum við það bara gott, Gylfi Rúnar búinn að veiða fyrsta fiskinn á ævinni og Brynhildur Freyja er bara algjört rassgat alla daga :)

Edda

Það er mynd af Gylfa Rúnari í Bændablaðinu í dag á bls. 36 og svo verður mynd af Brynhildi Freyju í Sunnlenska á fimmtudaginn :)


léleg að blogga

Er bara að rembast við að vera dugleg að blogga fyrir börnin á barnalandi. Ég er bara að rembast við að vera í mömmuleik og stunda háskólanám. Mæti í skólann þegar hún sefur og þegar við vinnum hópaverkefni er bara unnið hérna heima og ég með skvísuna í fanginu eða við skiptumst á að hafa hana. Jón Ingi er heima í fæðingarorlofi sem gerir þetta auðvita mun auðveldara.

Líka gaman að segja frá því að ég er komin inn í meistaranám við Háskólann í Reykjavík næsta haust :) svo að ef mér tekst að klára þetta núna á þessari önn þá byrjar skólinn hjá mér 25. ágúst aftur. Hlakka mjög mikið til :) verð þá heima á daginn með börnin og í skóla seinnipartinn og einhverjar helgar næstu 2 árin.

Smelli líka montmyndinni minni hérna :)

Krúttin mín

 


Það fæddist stúlka...

... síðasta sunnudag :) Hún er alveg mega krútt eins og við var að búast hí hí...

apríl_08_stelpan_okkar

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband