Færsluflokkur: Kvikmyndir

Selfossbíó fer alveg á kostum

Já ég get nú ekki annað sagt en að Selfossbíó fari á kostum í mínum augum. Milli jóla og nýárs ákváðum við litla fjölskyldan að skella okkur í bíó á Selfoss og sjá Happyfeet (held það sé skrifað svona) Við vorum búin að sjá að myndin yrði sýnd kl 17 svo við keyrðum frá Flúðum og á Selfoss. Þegar við komum í þetta fína "nýja" bíóhús þá var þar heldur betur uppi fótur og fit og ekkert nema snarvitlausar ömmur með barnabörnin að skammast í stúlkigreyjunum í afgreiðslunni. Þá höfðu verið gerð þau mistök að sýna myndina kl 16 í öðrum sal og því var myndin ekki búin til að hægt væri að sýna hana kl 17. Nokkrir sem voru mættir voru búnir að borga og voru svona frekar óhamingjusamir með þetta, tala nú ekki um öll ungu börnin sem voru full eftirvæntingar eins og til dæmis sonur minn Errm Myndina átti ekki að sýna meira þennan dag svo við snérum við úr fýluferðinni okkar. Við vorum reyndar heppin að BT var ennþá opið, eða reyndar að loka, og við fengum að skjótast þar inn og náðum okkur í mynd til að bæta okkur öllum þetta upp.

En þetta er ekki allt hvað varðar þetta blessaða Selfossbíó. Mamma ákvað í gærkvöldi að bregða sér í bíó með bænurna sína, enda bóndadagurinn. Man nú ekki á hvaða mynd þau fóru en þetta var allavega frumsýning á myndinni, einhver með Ben Stiller. Þegar það var liðinn hálftími af myndinni var myndin allt í einu öll á hvolfi Woundering skýringin var sú að hún hafði verið vitlaust klippt og að hún yrði sýnd aftur kl 22. Þau fengu nú reyndar endurgreitt og boðsmiða en HALLÓ er ekki í lagi?? þetta var frumsýning oooogg það er ekki mánuður síðan við lentum í veseni með þetta bíó.

Ég segi bara, hvað með að setja bara Flúðabíó aftur í gang?? það var allavega aldrei svona mikið vesen að reyna að fá að sjá eina, já eða tvær, myndir þar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband