Get ekki sett inn myndir

Ohh böggandi... ætlaði að setja inn myndir hér á síðuna en þær koma ekki inn, búin að gera nokkrar tilraunir og er núna bara búin að gefast upp :(

Við erum byrjuð að pakka og svona enda alveg að fara að flytja. Flytjum sennilega bara á föstudaginn eða laugardaginn og notum svo mánudaginn í að þrífa hérna á Bifröst. Fórum í gær á höfuðborgarsvæðið með ungann í mánaðarlega myndatöku hjá Hörpu Hrund og eins og alltaf var hún algjört rassgat :) Við fórum líka í flugger og keyptum okkur málningu og lakk, ætlum að mála herbergið hans Gylfa Rúnars sem er ekki í góðu ásig komulagi og lakka allar hurðir og skápahurðar hvítar. Svo verður bara það sem við ætlum að gera líka bara gert smátt og smátt þegar við erum flutt. Það á eftir að breyta miklu að lakka og mála bara þetta :) Jón Ingi ætlar að fara í bæinn á morgunn og byrja að græja þetta. Jónsi ætlar að lána okkur fluttningabílinn og koma með hann einhvern tímanum um helgina, þá getum við byrjað að týna inn í hann. Frekar pirrandi að hafa svona kassa útum allt þegar maður er líka með vagn, vöggu og baðborð á flakki um íbúðina.

BS-inn gengur, er að lesa mig til og búin að setja upp rammann um ritgerðina það fara vonandi að koma einhver orð inní hana í næstu viku.

Held ég hafi ekkert ætlað að segja meira, Jón og Gylfi Rúnar eru að baka yndislegar bananamúffur og lyktin bara góð nammi namm :)

Edda

Haha... ég gleymdi að segja hvað mig dreymdi í nótt, eiginlega pínu fyndið. Dreymdi sem sagt að ég fann ísbjarnarför hjá Hraunsnefi hehe :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband