Að vera eins og ég er...

...getur stundum verið svolítið erfitt. Vildi að ég gæti lýst þessu fyrir ykkur en núna bara get ég það alls ekki. Mér hefur ekki alveg liði sem best síðan við komum aftur á höfðuðborgarsvæðið en ég reyni eins og ég get að beita þeirri tækni sem ég hef lært. Ég er búin að panta tíma hjá lækninum mínum en hann er ekki ennþá búinn að hringja :( Ekki samt halda að ég sé handónýt, ég er bara meira meðvituð um þetta núna og ætla að taka á þessu strax svo það fari ekki allt til fjandans.

En svona fyrir utan þetta þá höfum við það ágætt, erum búin að koma okkur vel fyrir hérna í Kópavogi, búin að gera talsverðar breytingar á íbúðinni en þó ekki allt sem okkur langar til. Eigum eftir að klára herbergið okkar en stefnum svona að því að græja það í byrjun haustsins. Það þarf að mála það og setja gólfefni sem verður bara dúkur þangað til við kaupum efni á alla íbúðina. Rifum niður skápanna þar inni og í ljós kom þetta fallega dökkbrúna loft og ljósbrúnu veggir. Ætlum að setja skápa bara á hluta af vegnum og nýta eitt hornið á herberginu fyrir Brynhildi Freyju til að byrja með.

Jæja ég er allavega búin að klára þessa færslu, byrjaði á henni einhverntíman í síðustu viku hehe.

sjáumst, Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með íbúðina. Vonandi nærðu í lækninn þinn fljótlega, alltaf jafn erfitt að ná í þessa lækna á sumrin. Gangi ykkur vel með breitingarnar

Valgerður (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 10:49

2 identicon

Gaman að sjá blogg hjá þér aftur, var búin að vera ansi lengi þarna þessi brjóstamóða. Ég er alveg komin með samviskubit yfir að vera ekkert farin að heimsækja þig ennþá. Held þú verðir að bjóða mér formlega í heimsókn til þess að ég komi. Er ekki að virka að hafa hlutina svona opna. Og þá sérstaklega ekki með þessa blessuðu ritgerð. Ætla að vera jafn dugleg og þú í þessari viku svo við höldum áfram á sama rólinu. Hhehe....nenni ekki að vera ein að dragast aftur úr sko......

Rósa (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Anna Sigga

Hugsa til þín dúllan mín!

Anna Sigga, 21.7.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Edda

Takk stelpur... og Rósa, ég er nú ekki búin að koma í heimsókn til þín heldur hehe... en já ég býð þér formlega í heimsókn eftir þessa viku þegar við erum báðar búnar að vera sjúklega duglegar með ritgerðina...ritgerðarnar... ritgerðirnar æj fokk it :) 

Edda , 21.7.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Jón Þór Tómasson

Er þetta eitthvað djók? munið bara að vera í bandi ef ykkur vantar einhverja hjálp með herbergið eða krakkana. Svo veistu síman og heimilisfangið, msn-ið og allt það ef þig vantar bara hvað sem er.

Jón Þór Tómasson, 22.7.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband