Yndislega vakning

SmileÉg get svo svarið að ég er ennþá í sjokki. Ég var nú reyndar vöknuð og var að kúra með barninu yfir barnaefninu kl 9 í morgunn og allt í rólegheitum, kisa að góna í gluggann og voða stuð. Svo heyri ég að vinur okkar hann hoppu kisi var enn og aftur byrjaður að hoppa á rúðurnar og Tinna ekki alveg par ánægð og kvæsti og urraði. Svo verður bara allt tryllt!!! Kötturinn hoppaði rosa harkalega á rúðunna og Tinnu greyjinu brá svo við lætin að hún tók á spanið yfir vaskinn og UPPVASKIÐ!! og inní herbergi. Uppvaskið flaug allt á gólfið og eitt stykki eldfast mót í mig. Ég hélt í alvöru að kattar kvikindið hefði flogið í gegnum rúðuna. Allavega sló hjartað á mér eins og ljón hefði stokkið í rúmið hjá mér.

En ég er alveg búin að jafna mig núna. Valkyrja flytur austur í kvöld, Jo Ann ætlar að taka hana og hugsa um hana fyrir mig Smile hún kemst ekki í betri hendur held ég. En það þurfti að svæfa Seljenn (pabba Valkyrju) í fyrradag útaf hann var kominn með svokallað sip út frá kórólaveiru. Hann var mjög veikur anginn og þar með ekki fær til að losa sig við veiruna eins og heilbrigður köttur. Valkyrju verður auðvita saknað en Tinna getur notið sín betur og orðið eins og hún var vonandi svo þetta er besta ákvörðunin.

Ég var ótrúlega dugleg í ræktinni í vikunni, var alveg að taka á því, miklu meira en ég hef gert áður enda er árangurinn alveg að koma í ljós með breyttu mataræði... eða breyttu hehehe... ég er bara byrjuð að borða, búin að léttast um 5 kg síðan 2. janúar. Ingi ætlar að mæla mig á fimmtudaginn, hef ekki verið mæld síðan 1. nóv og er alveg búin að fitna síðan og grennast aftur svo það verður forvitnileg mæling Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband