7.2.2007 | 12:10
Veikindi í sveitinni
Guttinn er búinn að vera veikur síðan á mánudaginn, var kominn með hita þegar hann kom af leikskólanum og var með 40 stig um nóttina Það var ekkert sérlega mikið sofið yfir því. Pabbi hans á næturvakt og svona skemmtilegheit, hann var skárri í gærdag en fékk aftur hita í gærkvöldi en ekki alveg jafn háan. Núna er hann alveg óþekkur og allt svo hann er að jafna sig.
Við förum bæði til læknis í dag, tíminn minn hjá Grétari er víst í dag og gæti varla komið á heppilegri tíma ooohh og finnst hann er í kringlunni þá ætla ég sko að kíkja eftir einhverjum fötum finnst helv... útsölurnar eru búnar vííííhaaaaaa...
Svo var verið að bjóða mér á hótel og út að borða og jú auðvitað bauð Jón mér hí hí hí... Get ekki beðið þurfum alveg alonetime saman núna.
Edda
Athugasemdir
Aumingja barnið!! ....það eru þá batnandi tímar framundan
Anna Sigga, 7.2.2007 kl. 13:41
hvernig skóla ertu/varstu í?
Anna Sigga, 7.2.2007 kl. 13:48
Heyrðu ég er að læra viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst. Hvað ert þú að bralla sæta? ertu á vestfjörðum?
Edda , 8.2.2007 kl. 08:08
Frábært, mikið ertu dugleg Edda mín
Já, já ég er bara að bóndast á Vestfjörðum
Anna Sigga, 8.2.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.