12.5.2007 | 10:37
Ekki gera einhverja vitleysu í dag!
Það er jú kostningadagurinn og plís reynið að kjósa rétt í dag! enga djöfuls vitleysu takk hí hí... Ég fór reyndar og kaus á mánudaginn því ég er bíllaus í dag því Jón er að vinna. Eru ekki allir búnir að tjékka á hvað á að kjósa hér Ég kaus auðvita rétt hugsa að flestir viti hvað ég kaus EKKI!!
Úr sveitinni er bara sæmilegt að frétta, búið að vera ógeðslega kalt, 4 stiga hiti núna, og ansi mikil törn í skólanum. Skiluðum ritgerð á miðvikudagskvöldið sem átti að svara því hvort sjálfsmorð væru réttlætanleg, það gekk svona lala og eiginlega ótrúlegt hvað siðfræði fær mann til að réttlæta margt. Við erum líka búin að vera að horfa á bíómyndi á hverjum degi þessa vikuna og ræða út frá siðfræðinni í verkefnatímum. Myndirnar sem við höfum verið að horfa á eru:
- Sling Blade
- A Clockwork Orange
- Se7en
- China Blue
- The Corporation
Í næstu viku höldum við áfram þessu glápi og endum vikuna á lokaprófi, seinnipartinn á föstudaginn. Þá erum við skötuhjúin heldur betur búin að ákveða að fara til RVK að versla!! vííí mig vantar svooooooo mikið föt. Á nánast ekkert sem passar á mig nema íþróttaföt en þau eru líka þægilegust og enda örugglega á því að kaupa bara fleiri svollis.
Plönin mín hafa alveg staðist síðustu 3 vikur þ.e. að mæta í ræktina 5 sinnum í viku og ganga 1 sinni í viku, er reyndar búin að fara 6 sinnum þessa vikuna svo ég er alveg ótrúlega dugleg. Maður verður að líta vel út á Spáni þegar maður hittir Brad Pitt
Jæja man ekki hvort ég ætlaði að segja meira, við Gylfi Rúnar ætlum að skella okkur á Grábrók eftir hádegi.
Edda
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.