25.9.2007 | 15:02
Var maðurinn svona hræddur við ketti?
Hehehehehe... oohh hefði svo viljað sjá þetta á myndbandi Kall greyjið úti á svölum í "náttfötunum" og þorði ekki inn útaf tveim kattargreyjum. Ég þurfti að lesa fréttina aftur til að athuga hvort það hafi ekki örugglega staðið kona en ekki karl en þetta reyndist vera rétt lesið hjá mér. Án þess að ég sjálf geri lítið úr konum sko. Bara karla viðurkenna venjulega ekki hræðslu sína.
Ætla þá sjálf að játa hér með að ég er skíthrædd við vont veður og hef ekki hugmynd afhverju. Hef bara verið það síðan ég var lítið grjón. Þá tók ég dýnuna úr rúminu mínu og dröslaði henni inná gólf til pabba og svaf þar. Ég get auðvita ekki dröslað dýnunni minni neitt núna, nema þá helst inn til hans Gylfa míns.
Edda
Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ohh já ég hefði viljað vera fluga á vegg í þessum kattaslag... en vonandi er veðrið orðið skárra hjá þér
Anna Þóra (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:12
Hehheheh já nákvæmlega
Mér finnst nú líka alveg magnað hvað fólk biður lögguna um að gera ...alveg sammála þér með þessa veðurhræðslu
Dadda (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 19:27
Hahaha alveg sammála með veðrið alveg ótrúlegt að svoleiðis eldist ekki af manni, en hefði hin vegar ekkert á móti því að hafa fullt rúm af köttum.
Valan, 2.10.2007 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.