Gleðileg jól!!

Það er bara varla að ég kunni á þetta blog lengur! Þurfti að leggja höfuðið vel í bleyti til að muna lykilorðið til að komast hérna inn. En gleðileg jól elsku vinir, vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðina. Við litla fjölskyldan höfum haft það alveg príðilegt. Vorum heima hjá okkur á aðfangadagskvöld sem var æðislegt, allt heppnaðist svo vel og var mjög skemmtilegt. Sá stutti skemmti sér auðvita lang best enda fékk hann alveg að njóta þess að þetta séu síðustu jólin sem hann er einn ef allt fer eins og það á að fara á þessu ári :) úff og um næstu jól verðum við meira að segja flutt frá Bifröst og hver veit hvert við verðum flutt, en ætli það verði ekki Kópavogurinn til að byrja með amk. Það er allavega nokkuð ljóst að það verður mjög mikið um að vera á árinu 2008 hjá okkur en vonandi hef ég tíma til að sinna blogginu eitthvað. Er að nota tækifærið núna meðan jólamyndirnar hlaðast inn á barnalandið... get svo svarið það hvað maður er ekki að höndla svona hægt internet eins og hér í sveitinni, er hjá mömmu eins og er s.s.

jæja þetta hlýtur að fara að koma

Hafið það gott um áramótin

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æj frábært að fá færslu frá þér frænka, alltaf svo gaman að lesa. Minns var líka í sveitinni í algjöru letilífi alla hátiðina en núna er maður að rúlla sér í gang aftur ;0)

Anna Þóra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband