18.3.2008 | 09:52
Páskafrí...
og það afar kærkomið frí :) Enda er ég búin að sofa til 9 síðustu tvo morgna og *úps* láta barnið horfa á barnaefnið á meðan. En Jón Ingi fer í frí eftir morgunndaginn og þá verður einhver til að gera kannski eitthvað annað. Er bara svo ferlega sibbin. Vona að ég hressist aðeins fyrir próf. Náði reyndar að læra fullt í gær hí hí... eða "fullt" sko miðað við aðstæður. Hugsa að við mæðgin skreppum í sund á eftir, allavega í labbitúr það er svo yndislegt veður en ennþá svolítið kalt.
Fundurinn í síðustu viku gékk mjög vel og ég ætla að reyna að sækja um meistaranámið strax næsta haust. Mjög spennt yfir því. Þannig að páskarnir fara í ýmislegt fleira en bara próflærdóm. Þarf að byrja á rannsóknaráætluninni fyrir bs og safna saman gögnum til að skila með umsókninni í skólann. Er líka loksins farin að hlakka til að flytja héðan, hlakka ekki endilega til að fara í höfuðborgina en finnst ég svolítið langt í burtu frá litla bróðir og örðum í fjölskyldunni.
æj hef svosem ekkert til að blogga um núna bara aðeins að láta mér leiðast.
Edda
Athugasemdir
Vonum að þú farir að hressast fyrir prófin svo þú lifir þau nú af.....og vonum náttla ennþá meira að þú náir að halda í þér fram yfir prófin. Trúi ekki að það sé bara mánuður í þetta hjá þér, meira að segja minna....... alveg að fara að skella á bara. En allavega, hafðu það gott í páskafríinu með familíunni :)
Rósa (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 10:42
Ji mig hlakkar svo til að fá þig í höfuðborgina, þá get ég loksins komið í heimsókn :D ekki svo langt að fara þá lengur :)
Farðu vel með þig og hlakka til að fá fréttir af kríli koma í heiminn :) gangi þér vel elskan
luv ya :*
Erla Björk og co (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:16
Takk stelpur mína :*
Edda , 26.3.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.