Páskafrí...

og það afar kærkomið frí :) Enda er ég búin að sofa til 9 síðustu tvo morgna og *úps* láta barnið horfa á barnaefnið á meðan. En Jón Ingi fer í frí eftir morgunndaginn og þá verður einhver til að gera kannski eitthvað annað. Er bara svo ferlega sibbin. Vona að ég hressist aðeins fyrir próf. Náði reyndar að læra fullt í gær hí hí... eða "fullt" sko miðað við aðstæður. Hugsa að við mæðgin skreppum í sund á eftir, allavega í labbitúr það er svo yndislegt veður en ennþá svolítið kalt.

Fundurinn í síðustu viku gékk mjög vel og ég ætla að reyna að sækja um meistaranámið strax næsta haust. Mjög spennt yfir því. Þannig að páskarnir fara í ýmislegt fleira en bara próflærdóm. Þarf að byrja á rannsóknaráætluninni fyrir bs og safna saman gögnum til að skila með umsókninni í skólann. Er líka loksins farin að hlakka til að flytja héðan, hlakka ekki endilega til að fara í höfuðborgina en finnst ég svolítið langt í burtu frá litla bróðir og örðum í fjölskyldunni.

æj hef svosem ekkert til að blogga um núna bara aðeins að láta mér leiðast.

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonum að þú farir að hressast fyrir prófin svo þú lifir þau nú af.....og vonum náttla ennþá meira að þú náir að halda í þér fram yfir prófin. Trúi ekki að það sé bara mánuður í þetta hjá þér, meira að segja minna....... alveg að fara að skella á bara. En allavega, hafðu það gott í páskafríinu með familíunni :)

Rósa (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 10:42

2 identicon

Ji mig hlakkar svo til að fá þig í höfuðborgina, þá get ég loksins komið í heimsókn :D ekki svo langt að fara þá lengur :)

Farðu vel með þig og hlakka til að fá fréttir af kríli koma í heiminn :) gangi þér vel elskan

luv ya :*

Erla Björk og co (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Edda

Takk stelpur mína :*

Edda , 26.3.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband