26.5.2008 | 21:19
léleg að blogga
Er bara að rembast við að vera dugleg að blogga fyrir börnin á barnalandi. Ég er bara að rembast við að vera í mömmuleik og stunda háskólanám. Mæti í skólann þegar hún sefur og þegar við vinnum hópaverkefni er bara unnið hérna heima og ég með skvísuna í fanginu eða við skiptumst á að hafa hana. Jón Ingi er heima í fæðingarorlofi sem gerir þetta auðvita mun auðveldara.
Líka gaman að segja frá því að ég er komin inn í meistaranám við Háskólann í Reykjavík næsta haust :) svo að ef mér tekst að klára þetta núna á þessari önn þá byrjar skólinn hjá mér 25. ágúst aftur. Hlakka mjög mikið til :) verð þá heima á daginn með börnin og í skóla seinnipartinn og einhverjar helgar næstu 2 árin.
Smelli líka montmyndinni minni hérna :)
Athugasemdir
hæ hæ ótúlega sæt börn sem þú átt :) og til hamingju með að vera komin inn í HR þú ert ekkert smá dugleg :)
zanny (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.