17.8.2008 | 11:06
Öll að koma til
Jæja er alveg að gleyma mér. En ég er bara öll hin sprækasta þessa daga en svo til. Búin að vera mjööög ör undanfarnar vikur sem ég held að megi alveg reka til spennings að vera að skila eitt stk. BS ritgerð og svona. En ég fór semsagt til læknis 1. ágúst og við ræddum mín mál og svona, t.d. það að vera flutt á höfuðborgarsvæðið aftur. Það er víst ekki óalgengt að við verðum svolítið óörugg þar sem lætin eru svona mikil. Og þegar ég segi læti þá er ég að meina æsingurinn og stressið í þessum blessuðu borgarbúum. Það eru gjörsamlega allir að flýta sér eitthvert! Meira ruglið!
Ég fór einmitt í Bónus í gær eftir hádegi og hann var vægt til orða tekið stútfullur af snargeðveikum húsmæðrum að versla! Ég er sko að meina það SNARgeðveikum sko!! Ég var nú bara þarna í mínum rólegheitum með mín tvö börn að reyna að versla skynsamlega inn en vá það má hvergi stoppa til að hugsa nema barnið manns sé gengið niður eða keyrt á kröfuna manns. Ég verð að viðurkenna að ég bara gafst upp og forðaði mér! Meika ekki alveg svona verslunarferð.
En já aftur að læknistímanum... við ákváðum semsagt í sameiningu að ég færi aftur að taka lyfin mín um leið og sú litla væri hætt á brjósti. Ég hætti með hana á brjósti eftir verslunarmanna helgi og er núna búin að taka lyfið í 10 daga. Ég er ennþá að berjast við aukaverkanirnar sem eru nú ekki spennandi, aðeins hraðari hjartsláttur, kvíðatilfinning, ógleði og þreyta! En þetta er samt mikið búið að minnka, var eiginlega handónýt fyrstu dagana. Ég vona bara að ég verði orðin góð þegar skólinn byrjar á þriðjudaginn. Þá er reyndar svona hópeflisdagur á Úlfljótsvatni, svo er nýnemadagur eftir hádegi á miðvikudaginn og formleg kennsla hefst hjá mér 27. ágúst.
Fannst ég þurfa að koma þessu frá mér í framhaldi af síðustu færslu sem ég skrifaði um athyglisbrestinn minn :)
Edda
Athugasemdir
Takk fyrir athugasemdina Edda mín :)
Ég veit svo hvað þú ert að tala um með verslunarferðirnar & reyndar RVK yfir höfuð. Ég væri svo til í að geta hitt þig yfrir mjólkurglasi eða hvað það er sem fólk drekkur nú orðið :P
Knús & kossar á þig & litlu fallegu fjölskylduna þína.
Anna Sigga
Anna Sigga, 17.8.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.