27.7.2009 | 11:46
Kraftlyftingamót
Einhverntíman í vor spurði Rósa mig hvort að mig langaði að keppa með sér í kraftlyftingum. Fyrst var ég alveg... uuuuu.... veit ekki og sá fyrir mér stærðar kvennmenn og svakalegar þyngdir eins og maður sér á svona ólympíumótum. En svo varð ég bara heitari og heitari fyrir þessu eftir að ég fór að kynna mér þetta svo við ákváðum að taka þátt í Sunnumótinu í kraftlyftingum sem var haldið á Akureyri 11. júlí. Rósa talaði Jens sem var með henni í skólanum í vetur og hann tók okkur í einn tíma og kenndi okkur powerlyftingar og sagði okkur hvernig við ættum að æfa fyrir mót. Frá því að við lærðum powerlyftingar bætti ég mig um 10 kg. í bekkpressu var alltaf að rembast við 40 kg. og fannst ég ekkert gera en á æfingunni með Jens lét hann mig taka 45 kg sem var svo bara ekkert mál. Fyrir mótið fórum við líka á deadlift æfingu hjá Gemmu í supergym sem var ótrúlega gaman. Það var reyndar viku fyrir mót svo hún lét okkur bara taka létta æfingu og lét okkur æfa snerpu. Tíminn með Gemmu var algjört egóbúst fyrir mig því ég hef aldrei áður fengið svona mikil hrós fyrir kroppinn :) hún spurði hver fitu% mín væri og þegar ég sagði henni það var hún ekki alveg að kaupa það því hún sæi hvern vöðva á mér þegar ég tók á svo hún ákvað að mæla mig til að sjá. Talan kom mér heldur betur á óvart! 18% fita og ég alveg sátt og fékk mig meira til að trúa því að ég gæti kannski keppt í fitness. Það hefur semsagt ótrúlega oft læðst að mér að ég sé alltof feit í þetta. Fannst líka ótrúlega gaman að hún hafi ekki alveg verið að kaupa það strax að ég hefði gengið með skvísuna mína sem var þá 14 mánaða þegar hún sá á mér kviðinn :) en nóg að monti og meira að kraftlyftingum.
Við skelltum okkur bara í fjölskyldu útilegu með öllu besta fólkinu okkar helgina sem Sunnumótið var haldið. Keppnin hófst kl 13 og við mættum klárar í viktun kl 11. Ég keppti í -75 kg. flokki (er samt ekki 75 kg hehe... bara þyngri en 67,5 ;) sem er næsti flokkur fyrir neðan) Ég tók samtals 150 kg eða 50 kg í bekkpressu og 100 kg í réttstöðulyftu sem færðu mér 4 sætið í mínum flokki. Ég reyndi við 52,5 kg í bekkpressu en náði því ekki upp. Í réttstöðunni reyndi ég við 110 kg. náði því upp en fékk það ógilt því ég setti lærin óvart undir stöngina. Helgin var í allastaði frábær!
Þegar við komum heim þá vorum við strax hvattar til að taka þátt í Kópavogsmótinu í bekkpressu til þess að safna reynslu, við vorum reyndar báðar svolítið tregar fyrst en kýldum svo bara á það. Var reyndar voða vesen, þurftum að skrá okkur í íþróttafélag og vera í svona Singlet, Jónsi bró ákvað að styrkja mig á síðustu stundu og keypti á mig galla og merkti og ég skráði mig í kraftlyftingadeild Breiðabliks. Þegar loksins kom að mótinu ákváðum við að fara alveg eftir ráðleggingum frá öðrum kraftlyftingakonum og pössuðum vel uppá hvað við borðuðum á föstudeginum, fórum í heitupottana og gufu fyrir viktun sem var kl 12 á laugardeginum. Kópavogsmótið byrjaði kl 14 og það var byrjað á konum. Ég ákvað að byrja í 50 kg því ég vissi að ég gæti það 100% og þá hefði ég allavega tvær tilraunir til að taka 52,5 kg sem ég hafði aldrei náð upp á æfingum. Ég þurfti reyndar bara eina tilraun fyrir 52,5 kg því þau fóru upp hjá mér og mig langaði til að hoppa of öskra af gleði! geðveikt gaman að bæta sig á móti!! Ég reyndi svo við 55 kg og ég get svarið að ég hefði náð því upp ef ég hefði ekki ógilt lyftuna! En 52,5 kg lyftan mín nægði mér til að ná fyrstasætinu í mínum flokki :) Er svo ótrúlega stolt af sjálfri mér að ég get ekki lýst því. Rósa stóð sig líka frábærlega og setti íslandsmet í sínum flokki með því að lyfta 40 kg! Takk fyrir frábært mót Breiðablik!!
Núna er bara vika í að niðurskurður hefst hjá mér, ætla að taka 16 vikur í þetta þar sem þetta er fyrsta mót og vonandi á þetta eftir að ganga vel. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga í niðurskurðinum. Þarf alveg á hvattningu að halda.
Edda kópavogsmeistari í bekkpressu í -75 kg flokki kvenna 2009 :) :) :)
ps. peningurinn hangir sko þar sem allir sjá hann :)
Flokkur: Kraftlyftingar | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frábær árangur hjá þér Edda min!!
Dúna (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:58
Frábær árangur hjá þér Edda, ekkert smá flott hjá þér:)
Fríður (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.