Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2007 | 19:21
Enn um American next top model
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 13:42
Fréttir úr sveitinni
Hola
Cómo esta? haha... Jæja við litla fjölskyldan ákváðum að panta okkur sumarhús á Spáni aftur þetta árið og í þetta sinn ætlum við 6. ágúst og vera í 2 vikur. ooohh hvað það verður notarlegt eftir sumartörnina í skólanum. Get eiginlega ekki beðið þó það séu heilir 5 MÁNIÐIR þangað til!!
En jæja prófin byrja 19. mars svo maður er bara á kafi í lærdómi þessa dagana sem og að reyna að plana missó sem tekur við strax eftir próf.
Við litla fjölskyldan ákváðum þar síðustu helgi að nota góða veðrið og skelltum okkur á Grábrók, sá stutti gekk alla leið upp en fékk svo far með pabba sínum niður. Hérna eru sætu strákarnir mínir og Bifröst á að vera í baksýn svo það er hér að neðan :)
Við fórum svo síðustu helgi vestur í afmæli til Sigga, mág míns, sem varð þrítugur kallinn. það var nú ansi hart skotið á kallinn þar sem hann er auðvita enn hjá mömmu og afmælisveislan minnti óneitanlega á fermingaveislu hí hí...
Meira hef ég nú varla að segja í bili.. jú takk fyrir kveðjuna Anna Sigga, mamma sagðist hafa hitt þig í Leifstöð á mánudaginn Vonandi förum við að rekast á hvor aðra fljótlega.
Jæja reyni að skrifa fljótlega aftur...
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 08:44
Látið fara vel um sig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 21:25
Þetta er svo frábært...
Magnús Scheving heldur fyrirlestur við Háskólann á Bifröst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 09:47
brjálað að gera
Ég get svarið það... síðustu vikur hefur varla verið tími til að anda. Enda bara rétt ræpar 4 vikur í próf, sem byrja 19. mars.
En hérna er bara ágætt að frétta, ef ekki komist í ræktina í 1 og hálfa viku fyrir verkefnum í skólanum en ætla að reyna að komast í dag eða á morgunn ef heilsan leifir. Gengur ekki svona hangs.
Helgin var frábær þrátt fyrir að ég hafði engan tíma til þess að vera á þvælingi en við reyndum að rumpa öllum verkefnum af fyrir helgi og það tókst ótrúlega vel bara. Við Jón minn fórum semsagt á Geysi á laugardaginn og fengum þessa fínu "svítu" veit ekki hvort ég geti kallað þetta svítu hehehe... en þetta á samt að vera það. Þarna var ekki mínibar/ískápur og ekki sími til að hafa samband við lobbý og drulluspark fyrir utan, þurftum semsagt að labba 50 m í drullu til að komast á hótelið. En fyrir utan það þá höfðum við það auðvitað mjög gott. Unglandslið kokka eldaði handa okkur um kvöldið og var það bara alveg ágætt... eða eiginlega allt mjög gott nema humarinn úff og ég elska humar sko. þetta var eitthvað froðu ógeð með roði hehehe... En það sem eiginlega toppaði þetta var að ég hitti gamla vini þarna, Marinó Fanna og Gumma Kalla, get svo svarið að ég hef hvotugan hitt í svona 6-8 ár og eiginlega ætlaði ég ekki að þekkja Gumma Kalla svona loðinn í framan en Fannar hafði ekkert breyst Sé eiginlega mest eftir því núna að hafa ekki spjallað meira við þá en einhvernvegin vildi ekki gera Jóni það þar sem hann þekkir þá auðvita ekki neitt.
jæja þetta voru smá fréttir... ætla að halda áfram að fylgjast með Lobba
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2007 | 12:10
Veikindi í sveitinni
Guttinn er búinn að vera veikur síðan á mánudaginn, var kominn með hita þegar hann kom af leikskólanum og var með 40 stig um nóttina Það var ekkert sérlega mikið sofið yfir því. Pabbi hans á næturvakt og svona skemmtilegheit, hann var skárri í gærdag en fékk aftur hita í gærkvöldi en ekki alveg jafn háan. Núna er hann alveg óþekkur og allt svo hann er að jafna sig.
Við förum bæði til læknis í dag, tíminn minn hjá Grétari er víst í dag og gæti varla komið á heppilegri tíma ooohh og finnst hann er í kringlunni þá ætla ég sko að kíkja eftir einhverjum fötum finnst helv... útsölurnar eru búnar vííííhaaaaaa...
Svo var verið að bjóða mér á hótel og út að borða og jú auðvitað bauð Jón mér hí hí hí... Get ekki beðið þurfum alveg alonetime saman núna.
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2007 | 09:17
Hjartans mál
Tyra Banks talar um jólaspikið... pínu fyndið að láta þetta hafa svona áhrif á sig. Hvenar koma Oprah og Kirstie Alley að afsaka sig.
http://www.youtube.com/watch?v=evElK5ycey4
Edda
kann ekki að setja myndbandið svona inn hehehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2007 | 10:36
Eitthvað lítið um bloggstuð...
...þessa dagana.
En ég er hérna, svolítið mikið að gera í skólanum bara. 3 próf í næstu viku og 2 verkefni sem hanga yfir manni. Er búin að vera rosa dugleg í ræktinni, er að ná að mæta 4 sinnum í viku og púla rækilega. Ég var mæld á fimmtudaginn og það kom bara vel út, miðað við síðustu mælingu sem var 1. nóv þá er ég búin að léttast og er með sömu fitu% sem er að sögn Inga víst mjög gott hehehe :) ég er allavega sáttust með að léttast. Beinin eru líka farin að láta sjá sig aftur og fólk talar um að andlitið sé að breytast hmm... spurning hvort að maður þurfi að láta taka mynd hehehe...
Darri frændi minn er í heimsókn hjá mér, er búinn að vera að leika við Gylfa í gær og það sem af er dagsins í dag.... Vá ég ætlaði nú örugglega að skrifa eitthvað meira, bara man ekki hvað það var hehehe...
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 17:55
Sveitin mín en í fréttum...
...útaf henni Hvítá
Þetta er rosalegt.
Náttúruhamfarir í Hvítárholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2007 | 11:01
Yndislega vakning
Ég get svo svarið að ég er ennþá í sjokki. Ég var nú reyndar vöknuð og var að kúra með barninu yfir barnaefninu kl 9 í morgunn og allt í rólegheitum, kisa að góna í gluggann og voða stuð. Svo heyri ég að vinur okkar hann hoppu kisi var enn og aftur byrjaður að hoppa á rúðurnar og Tinna ekki alveg par ánægð og kvæsti og urraði. Svo verður bara allt tryllt!!! Kötturinn hoppaði rosa harkalega á rúðunna og Tinnu greyjinu brá svo við lætin að hún tók á spanið yfir vaskinn og UPPVASKIÐ!! og inní herbergi. Uppvaskið flaug allt á gólfið og eitt stykki eldfast mót í mig. Ég hélt í alvöru að kattar kvikindið hefði flogið í gegnum rúðuna. Allavega sló hjartað á mér eins og ljón hefði stokkið í rúmið hjá mér.
En ég er alveg búin að jafna mig núna. Valkyrja flytur austur í kvöld, Jo Ann ætlar að taka hana og hugsa um hana fyrir mig hún kemst ekki í betri hendur held ég. En það þurfti að svæfa Seljenn (pabba Valkyrju) í fyrradag útaf hann var kominn með svokallað sip út frá kórólaveiru. Hann var mjög veikur anginn og þar með ekki fær til að losa sig við veiruna eins og heilbrigður köttur. Valkyrju verður auðvita saknað en Tinna getur notið sín betur og orðið eins og hún var vonandi svo þetta er besta ákvörðunin.
Ég var ótrúlega dugleg í ræktinni í vikunni, var alveg að taka á því, miklu meira en ég hef gert áður enda er árangurinn alveg að koma í ljós með breyttu mataræði... eða breyttu hehehe... ég er bara byrjuð að borða, búin að léttast um 5 kg síðan 2. janúar. Ingi ætlar að mæla mig á fimmtudaginn, hef ekki verið mæld síðan 1. nóv og er alveg búin að fitna síðan og grennast aftur svo það verður forvitnileg mæling
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)