18.5.2007 | 16:08
Kæri Geir!
Verð að segja að mér finnst þú vera að svíkja okkur all svakalega með þessu Þó að langt sé á milli ykkar Steingríms er hann betri kostur og þið mætist bara á miðri leið
Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórn D og V myndi varla ná út kjörtímabilið. Því miður er það nú bara þannig að það yrði erfitt fyrir flesta flokka að vinna með formanni sem er á móti öllu, ósveigjanlegur og erfiður í samskiptum. Yrði eins og að læsa hund og kött inni í kofa og vonast til þess að þeir nái saman.
Geiri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:21
Vandamálið er bara að það er afar ólíklegt að XD og VG gætu komið sér saman í nokkrum málum, nema þá kannski að ganga ekki í ESB. Uppstokkun heilbrigðiskerfisins væri t.d. alveg úr sögunni með VG í stjórn. Geiri veit alveg hvað hann er að gera - án efa skásti kosturinn í stöðunni...;)
Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.5.2007 kl. 17:29
ég er hjartanlega sammála þér Edda mín að þetta er ekki góður kostur....
Anna Sigga, 18.5.2007 kl. 17:31
Rosalega eru margir bitrir útaf þessu... ég vildi þetta all the time
Björn Axel (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:40
Ég einfaldlega treysti samfylkingunni ekki, þau eru ekki samkvæm sjálfum sér og einfaldlega haga seglum eftir vindi hverju sinni (eða hvernig þetta er sagt) það fer allt til fjandans. Þau þrá ekkert heitar en að komast í ríkisstjórn og því er ekkert mál hjá þeim að sjóða þetta saman svo þetta er það sem við munum þurfa að hafa hangandi yfir okkur næstu 4 árin :(
Edda , 21.5.2007 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.