10.1.2008 | 14:20
Ég er búin að ákveða að blogga í dag :)
mikið framtak ha? Hef samt eiginlega ekki tíma til þess akkúrat núna Er ekki klassíst að blogga um atburði síðasta árs á nýju ári? Allavega þá gerðist margt, mikið og skemmtilegt á síðasta ári.
Janúar: Setti mér það markmið að breyta algjörlega um lífstíl, hætti að drekka bæði gos og áfengi, drakk reyndar aldrei mikið gos og hóf að stunda reglulega líkamsrækt. Skólinn byrjaði alltof snemma í fyrra eða 2. janúar úff... Minn ástkæri kærasti átti líka afmæli eins og alla aðra janúar mánuði hehe... man ekki meira svona aftur í tímann.
Febrúar: Fór að læra huglæga atferlismeðferð með sálfræðingnum við skólann en það hentar mjög vel fólki eins og mér með ADHD, hef mjög vel geta nýtt mér aðferðina.
Mars: Lokaprófin voru í lok mars og gengu bara helv... vel, sama dag og ég fór í próf í Þjóðhagfræði var einmitt brotist inn í bílinn okkar af mjög svo ekki gáfuðum innbrotsþjófi. Hann tók sig til og góndi inní allar myndavélar sem Kibbi í Baulunni var með uppsettar hjá sér og því náðist kauði aðeins á nokkrum tímum. Það reyndar hjálpaði að hann keyrði útaf og hafði sjálfur samband við lögregluna um aðstoð hehe... mjög klár innbrotsþjófur það :) Útúr þessum útafakstri hans komu 9 innbrot í bæði hús og bíla.
Apríl: Missó stóð uppúr í apríl, gerðum mjög athyglisvert verkefni um íbúðarlán íslenskra banka og banka á Norðurlöndunum. Pabbi gamli varð líka sextugur 15. apríl og hélt brunch á Útlaganum sama dag. Í apríl prófaði ég líka body pump í fyrsta skiptið sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í ræktinni. Sumarönnin hófst
Maí: Var bara dugleg í ræktinni, mætti 5 sinnum í viku og árangurinn var alveg eftir því. Kynntist líka einni manneskju sem kom mjög skemmtilega á óvart. Huglæg atferslismeðferð kom sér vel ;)
Júní: Ég og minn heittelskaði áttum 5 ára afmæli, skelltum okkur í fyrstu útilegu sumarsins að Hrauborgum í Grímsnesi. Ótrúlega skemmtilegt. Við kíktum líka við á víkingahátíð í Hafnafirði og hittum gamla og góða víkingavini. Ég byrjaði að æfa 7 sinnum í viku í þessum mánuði. Við Rósa bættum óvissubúðum við body pumpið og stöðvaþjálfunina.
Júlí: Skelltum okkur í rokið í Haukadal á víkingahátíð, bara ansi vel heppnuð hátíð, aldrei þessu vant. Ég fékk líka veiðidellu :) hittum vinafólk okkar frá Akureyri, Jón Þór og Þóru, í Húnaveri og fórumað veiða í Svínavatni. Ég veiddi nú ekkert þá en ég missti einn fisk :) Það var ýmislegt fleira skemmtilegt við þessa ferð ;) hehe... Eigum við svo eitthvað að ræða árangurinn af þjálfuninni, fór niður í eðlilega fitu % miðað við að vera kvenmaður og í vel góða kjörþyngd. :) 166cm og 66kg :)
Ágúst: Fluttum yfir bílastæðið í 40fm stærri íbúð :) skelltum okkur svo til Spánar þrjú saman í mjög skemmtilega ferð, höfðum heldur betur nóg að gera allan tímann. Á spáni komumst við líka af því að annar erfingi væri væntanlegur. Þegar við komum heim veiddi ég fyrsta fiskinn minn! tæplega 3ja punda sjóbirting í ósnum heima í Tungu. Jón veiddi ekkert hehe... Keyptum okkur líka nýja æðislega þvottavél, hætti seint að elska þetta tæki.
September: Skólinn byrjaði, reyndi við ræktina en endaði með hausinn hálfann í klósettskál :( Tók þátt í ratleik á vegum Capacent og auðvita vann hópurinn minn! nema hvað ;) fór heim með 3 bjórdósir og færði ástinni. Reyndi nokkrum sinnum í viðbót við ræktina en ekkert gékk. Það voru líka Hrunaréttir, þar veiddi ég alveg nokkrar kindur og keyrði svo tröllið heim, Doudge Ram 3500, bara kúl gella. Og já aftur sorrý Jónsi að við kláruðum nammið þitt ;) Ég fór líka í fyrstu skoðun sem kom vel út.
Október: Þá átti ég auðvita afmæli :) fórum í bústað í Varmahlíð sem var mjög kósý og STÓR. Svo var bara kreisí að gera í skólanum.
Nóvember: Mánuður stórafmælanna, Gylfi vinur okkar varð 40 og Linda Björk vinkona okkar varð 30. það var líka jólahlaðborð hjá fjölskyldunni minni á Grand Hótel. Mjög skemmtilegt, nammi besti matur í heimi þarna. Lokaprófin voru svo í lok nóvember og missó tók við þar á eftir. Við fórum líka í sónar og er væntanlegur fæðingadagur 11. apríl.
Desember: Kláruðum missóið okkar og fengum svona frekar ósanngjarnameðferð á verkefninu. Jólafríið byrjaði fyrr en stóð til og nutum við mæðginin okkar bara í fríinu við að undirbúa jólin. Bökuðum heilar 6 sortir af smákökum og gerðum laufabrauð með mömmu og co. Áttum svo bara yndisleg og rómantískan aðfangadag og kvöld. Maturinn vel heppnaður og allt æðislegt. Kláruðum svo árið í sveitinni. Strengdi svosem ekkert áramótaheit en ákvað að fara eftir Viggó og hafa meira samband við vini mína. Bæði heyri í þeim og hitti þá alltof sjaldan. Sakna ykkar krúttin mín.
Jæja þá er þessari yfirferð lokið, tók eina og hálf klst með því að vinna verkefnið hehehe...
Edda
Athugasemdir
Vá, það er enginn smá áramótapistill. Ég hélt að þú værir alveg hætt að tjá þig hérna inni En gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur. En svona smá spól til baka....nýr erfingi á leiðinni... það er ekkert annað til hamingju með það
Valgerður frænka (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:31
já þetta virðist bara hafa verið meiri háttar ár hjá þér... til lukku með erfingja númer 2?? væntanlega?
Anna Sigga, 15.1.2008 kl. 17:30
Takk fyrir stelpur :)
Edda , 16.1.2008 kl. 08:19
Hæ sæta
Svo gaman að lesa áramótapistillinn þinn, fer ekki annars vel um frænkuna eða frændann minn þarna í mallanum þínum? Er hann/hún nokkuð að gera þér lífið leitt?
Agalegt hvað þú ert langt í burtu frá mér :S En já, þegar ég loksins flyt þá verður haldið svona frændsystkinaparteihittingur ! ertu ekki til í það, komin tími á að við unga fólkið pössum upp á að halda almennilega sambandi.
Anna Frænkus (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:18
Hæ elskan
Hann, krakkinn, hefur það bara fínt og ég líka. Ekkert vesen eins og síðast :) og já! langt í burtu :( alltof langt frá öllum! og já ég er sko til í hitting en erum við ekki að tala um svona næsta haust? hehe...
Edda , 17.1.2008 kl. 21:49
hehe já alltof langt frá.... en já ég er líka að skoða kópavoginn ;) bara ekki mikið á sölu þar sem hentar... kannski eitthvað dúkki upp !
Kannski höfum við frumkeyrsluhitting og svo bara aftur í haust ! hehe
kv. Anna
Anna Frænkus (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:39
hey, ég er búin að blogga, nú er komið að þér... zzzzzz þetta var ekki syfja heldur skólaorkustraumar... kv. anna
Anna Frænkus (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:19
hehe :) ok skal blogga á morgunn í starfsmannastjórnun eða á föstudag í hagnýtri hagfræði hehe... þarf að nota allan annan tíma til að læra núna ;)
Edda , 23.1.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.