Aldrei aftur

Skólinn er búinn... eða svona nánast, ég þarf aldrei aftur að mæta í fyrirlestur eða verkefnatíma hér á Bifröst! og þar með erum við að fara að flytja í Kópavoginn okkar um næstu mánaðarmót. Ætla bara að skrifa BS ritgerðina þar finnst við fáum enga leigjendur í sumar. Tímum ekki alveg að vera að borga af tveim húsnæðum! Er ekki eins svartsýn núna að flytja héðan, kostirnir eru alveg fleiri en gallarnir svosem. Mun til dæmis geta hitt minn ástkæra bróðir oftar, foreldra mína, vini mína, frænkur mínar og auðvita farið að versla alltaf þegar mig langar hehehe... :) Svo eru auðvita flestir vinir mínir hér á Bifröst að flytja á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þetta verður ekkert mál :)

Ég fékk sent í pósti í dag stundaskrána í HR og dagskrá fyrstu dagana, þetta er greinilega að gerast hí hí :) hlakka bara til.

Annars höfum við það bara gott, Gylfi Rúnar búinn að veiða fyrsta fiskinn á ævinni og Brynhildur Freyja er bara algjört rassgat alla daga :)

Edda

Það er mynd af Gylfa Rúnari í Bændablaðinu í dag á bls. 36 og svo verður mynd af Brynhildi Freyju í Sunnlenska á fimmtudaginn :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oooooo þú ert alveg frábær ég er svo stolt af þér. Mikið hlakka ég til þegar þið verðið komin nær okkur.

Knús til ykkar allra úr sveitinni.

mamma

mamma (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:52

2 identicon

Vá hvað það verður næs að komast í Kópavoginn í sumar. Hlakka ekkert smá til. En samt líka einhvernveginn leiðinlegt að fara héðan frá Bifröst. Verðum sko að vera duglegar að hittast í bænum, stofna "kjaftaklúbb Bifrastarkjéllinga" eða eitthvað svoleiðis, heheh

Ég verð ekkert hérna á Bifröst fyrr en á mánudaginn, kíkjum bara í ræktina þá. Er náttla að fara á tónleikana á morgun sko og svo er pabbahelgi hjá mér  þannig að ég verð bara á tjillinu í bænum;)

Rósa (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Anna Sigga

Þú ert svooo dugleg Edda að það hálfa væri yfirdrifið nóg :)

Ég ætla fara ná mér í Bændablaðið og glugga aðeins í það ;) svo er það bara Sunnlenska.

Gangi ykkur vel dúllur!

Anna Sigga, 12.6.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband