27.5.2009 | 12:11
Þið verðið að afsaka
En næstu mánuðina þá þarf ég að tala mjög mikið um sjálfa mig og hvað ég er vonandi flott og vonandi að standa mig vel!
Ég var semsagt að koma af geðveikri fótaæfingu! er svo stolt af sjálfri mér yfir hvað mér gékk vel. Það virkar klárlega best fyrir mig að vakna kl 6 og fara svo á æfingu kl 8:40 því munruinn á orkunni sem ég hef er ótrúlegur. Er búin að vera léleg að vakna síðustu tvo daga og þar með ekki fundist ég standa mig nógu vel. En í morgunn vaknaði ég bara með Jóni og fékk mér morgunmat, haframjöl m/ léttmjólk, ætlaði að fá mér eggjahvítu líka en gleymdi að sjóða í gærkvöldi. Ég var semsagt bara í góðu stuði þegar ég mætti í sporthúsið, tók 5 mín upphitun á bretti og tók svo 2x 2 mín af hnébeygjum án þyngdar. Fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá gerði ég fyrst 60 - 62 hnébeygjur á 2 mín, svo 69 - 66, svo 82 - 94 og þá hélt ég að ég myndi ekki bæta mig meira en í morgunn gerði ég 83 - 99. Næst skal ég ná 100+ :) Svo fór ég auðvita bara í æfingarnar mínar sem ég nenni ekkert að segja frá, fyrrenn komið var að fótapressunni. Ég er nefnilega að bæta mig mjög mikið í fótapressunni og það er að gera mig einmitt svona ánægða með mig í dag. Í síðustu viku byrjaði ég í 90 kg og kláraði að gera 4x120 kg. og var þokkalega ánægð með það.
En í DAG!! Ég byrjaði aftur með 90 kg. og gerði 12 sinnum, svo 10x100 kg. 12x110 kg. þannig ég hefði geta gert betur með 100 kg. skellti svo í 120 kg. sem ég var svo ánægð með fyrir viku sinnum og tókst að gera það líka 12 sinnum! eigum við að ræða það eitthvað. Svo þar sem næsta tæki sem við vorum að fara í ákvað ég að prófa 130 kg. og mér tókst að taka það 6 sinnum og ég hélt ég myndi rifna ég var svo ánægð með mig :) Er að verða mjög sterk í fótunum og að fá þokkalega flotta vöðva :) verður gaman að fara að skera spikið utan af þeim ;)
Eftir æfinguna tókum við svo spretti (hlaupa 40 sek, hvíla 20 sek) og mér tókst að bæta mig i því líka, byrjaði í 11,5 og fór uppí 15 í hraða. Fyrir viku fór ég frá 11 uppí 13 svo þetta er töluverð bæting.
Jæja ætla að fara að kynna mér kraftlyftingar hehe... meira síðar
Edda
Athugasemdir
Ótrúlega ánægð með þig :) er mjög fegin að ég sé ekki að fara að keppa á móti þér í neinu.....heheh ;)
Rósa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:56
Takk fyrir Rósa! Já sem betur fer erum við ekki að fara að keppa á móti hvor annari í neinu ;)
Edda , 27.5.2009 kl. 13:04
Ertu ekki í uppbyggingu? Af hverju þá sprettir? Af hverju þá svona mörg reps?
Ragnhildur Þórðardóttir, 27.5.2009 kl. 13:16
Jú ég er að reyna að byggja mig upp og líka léttast, er aðeins of þung ennþá. Tek alltaf brennslu/þol æfingar eftir lyftingar.
Edda , 27.5.2009 kl. 13:29
Þú ert með tvö markmið sem geta ekki farið saman. Til að byggja upp vöðva þarftu að borða yfir viðhaldshitaeiningum, til að missa fitu þarftu að borða undir viðhaldshitaeiningum. Uppbygging og fitutap kemur í gegnum mataræðið fyrst og fremst.
Ragnhildur Þórðardóttir, 28.5.2009 kl. 09:41
Takk fyrir ábendinguna ég hef þetta í huga :)
Edda , 28.5.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.