9.6.2009 | 12:06
Tíminn líður
Klárlega kominn tími á smá blogg núna!
Sit hérna við tölvuna með brennandi skinn en ég var að bera á mig dúndurkrem frá Comfort Zone og finn hvernig það virkar ;) en svo ég snúi mér aftur að því að tala um sjálfa mig...
Síðasta vika var svona lala, jú gékk vel í ræktinni og allt það en ég var uppfull af bæði ljótunni og feitunni. Ekki gott sko en ég er orðin einstaklega lagin við það að tala sjálfa mig til og taldi sjálfri mér trú um að að ef ég færi að hugsa um það að ég sé falleg og flott þá verð ég það bara með það sama :) það virkar og það virkar líka að skoða sig og átta sig á hvað það er sem gerir mann flottann. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrrenn í síðustu viku að ég er komin með þokkalega flottan maga! sá bara útundan mér í speglinum í sundi þegar ég var að setja hárið í teyju að ég þarf ekki að skammast mín fyrir hann og ég ætla sko að láta hann bæta upp fyrir lærin mín sem ég er langt í frá að vera ánægð með. En þetta fer vonandi þegar kemur að kötti!!
Í síðustu viku tók ég líka loksins ákvörðun um hvað ég ætla að gera í haust. Þar sem ég er ekki alveg að sætta mig við að vera bara average námsmaður á meistarastigi ætla ég mér að taka mér pásu frá náminu næsta haust og hefja þess í stað nám í einkaþjálfun hjá Íþróttaakademíunni. En ég ætla mér ekkert að taka langa pásu og byrja aftur haustið 2010 þegar ég verð vonandi orðin sprenglærður einkaþjálfari og get starfað við það með náminu. Ég hlakka mjög til að byrja að læra þetta því eins og allir vita sem lesa þetta er þetta aðal áhugamálið núna og því alveg kjörið að klára þetta bara af. Ætla að drífa mig að kaupa þær bækur sem mig langar að eiga sem fyrst svo ég geti byrjað að lesa ;) já já einhver hugsar öruggleg að ég sé snar... en ég á það líka til að vera það ;)
En það er eitt enn, við Rósa erum að byrja að leita okkur að keppnisfötum fyrir haustið svo ef einhver sem les þetta á eða veit um einhvern sem getur lánað eða leigt föt má sá hinn sami gjarnan senda á mig línu á eddaot@simnet.is Það sem þarf er semsagt bikiní í lit, sundbolur í lit og svart bikiní.
meira var það ekki í dag
Edda
Athugasemdir
Þú hefur bara akkúrat ekkert til að skammast þín fyrir :)
Rósa (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.