31.7.2007 | 08:37
Sumarfrííííí
Jæja þá er ég loksins komin í sumarfrí eftir stranga sumartörn í skólanum, eða eiginlega má segja að það sé búin að vera stanslaus törn síðan 2. janúar. Fengum lítið sem ekkert páskafrí vegna missó svo þetta er mjög svo kærkomið frí.
Síðasta lotan var reyndar alveg ótrúlega skemmtileg þrátt fyrir takmarkaðana markaðsfræðiáhuga minn. Markaðs- og vörumerkja stjórnun eða branding. Það bjargaði því alveg að kennararnir gerðu þetta að mjög skemmtilegu efni bæði með fyrirlestrum og verkefnum. Fengum að greina vörumerki í fyrsta einstaklingsverkefninu og ég valdi mér Cintamani og Cheerios, ég fékk mjög góða endurgjöf og 8,5 í einkunn. Svo tókum við í hópverkefninu um táknræn merki Egils Appelsín, komum reyndar ekki alveg til skila hvað okkur fannst táknrænt við það en gerðum kynninguna okkar flotta með því að bjóða uppá appelsín í gleri og lakkrísrör með ásamt því að gefa leiðbeiningar um hvernig bera á sig að með lakkrísrörið. Endurgjöfin var ágæt en fær mig alveg til að roðna smá en ég "fipaði" smá í kynningunni eftir að Linda gerði setninguna að einhverju öðru en hún átti að vera
"Láta lakkrísrörið liggja og marenerast í Appelsíninu í dágóðan tíma eða þar til það sá hluti lakkrísrörsins sem liggur ofan í Egils Appelsíninu hefur linast og bólgnað örlítið út."
Ekki spyrja! ég sé ekkert athugavert við þetta núna svo ég kenni Lindu alfarið um þessi mistök mín.
Jæja nóg af skólanum núna... Þetta eru búnir að vera ágætis frídagar, Birgir bróðir var hjá okkur í viku og fór í gær. Ég labbaði með hann og Gylfa Rúnar uppá Grábrók og til baka á laugardaginn, við fundum alveg helling af bláberjum á leiðinni og vorum í mestum vandræðum að ná Gylfa Rúnari frá þeim. Hann var alveg sjúkur í þau. Fórum svo í sund í Borgarnesi á sunnudagsmorguninn og renndum okkur svolítið í rennibrautinni, allt saman bara ágætis afslöppun. Núna er Tara Sól vinkona okkar í heimsókn hjá okkur því leikskólinn er lokaður, Gylfi Rúnar og hún eru ótrúlegar dúllur, hann er spiderman og hún er prinsessa var mér tjáð áðan. Við erum svo vonandi að fara að flytja á föstudaginn því við förum til Spánar á mánudaginn þetta á eftir að vera svolítið knapt held ég en hlýtur að ganga upp.
Nóg í bili Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 09:39
Leifshátíð yfirstaðin
Jæja, við fjölskyldan vorum á Leifshátíð um helgina og skemmtum okkur bara mjög vel þrátt fyrir rokið. Henti inn þrem myndum af okkur.
Skrifa meira síðar
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 08:42
Hún Björk
Er svo löt eitthvað en varð að koma þessu til skila.
Bad to Worse
Oh, Björk. You've outdone yourself! The Superman tights, the flouncy dress, the bedraggled hairyour Grammy swan costume has nothing on this homeless special. Just make sure to keep your ID handy or they're likely to escort you out of the MOJO Honours List music awards.
Fengið af eonline.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 19:29
Oooof gott verður fyrir blogg
En ég varð að koma þessu á framfæri:
Eva Longoria er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég elska fötin hennar og hárið ALLTAF!
Ég er aftur á móti í miklu sjokki í þessum töluðu orðum og mun myndin tala sínu máli!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 10:22
8 ára?
Mér finnst það nú ekki hár aldur til að fá að fara einn í sund!
Börn undir 8 ára verða að vera í fylgd með ábyrgðarmanni í sundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2007 | 08:22
Sumar, sól og endalaus hamingja
Held að lífið gæti ekki verið mikið betra, veðrið búið að vera alveg frábært og alveg sérstaklega í gær! En það stefnir í að verða miklu betra í dag Elska þetta líf. Það er sko ekki mikil nenna til að læra á svona dögum enda fórum við í pottinn í gær eftir body pump og vorum þar þangað til óvissubúðirnar byrjuðu og svo aftur í pottinn eftir þær. Ég nefnilega ákvað að skella mér í óvissubúðirnar sem eru hér á Bifröst 2svar í viku í 4 vikur, það er ótrúlega skemmtileg. Við erum s.s. alltaf úti að gera einhvað skemmtilegt, erum búin að hlaupa að Rauðbrók og gera æfingar þar ofan í, hlaupa um svæðið, Bifröst, og fara í leiki á torginu og í gær hlupum við að Glanna og niður í Paradísarlaut og gerðum æfingar á milli. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég hef bætt þolið frá fyrsta tíma, þá komst ég ekki lengra hlaupandi en að Hreðavatnsskála en svo í gær hljóp ég alla leið að Glanna en þá var ég líka orðin mjöööög þreytt greyjið.
Við fjölskyldan fórum í útilegu um helgina, skelltum okkur að Hraunborgum í Grímsnesi. Það var geggjað næs og finally höfðum við tjaldvagninn okkar útaf fyrir okkur. Komumst nefnilega aldrei ein í útilegu í fyrrasumar, þeas þannig að við höfum vagninn fyrir okkur bara. Mamma og Steinar komu á laugardaginn og tjölduðu hjá okkur og voru eina nótt sem var mjög gaman því við höfum ekki hitt þau geðveikt lengi, örugglega mánuð eða eitthvað. Það var svolítið rok á laugardaginn en samt heiðskýrt svo það var ekkert kalt og ekkert hægt að hvarta yfir því.
Við kíktum líka aðeins við á Víkingahátíð í Hafnafirði þar síðustu helgi og hittum vini okkar, nenntum reyndar ekki að vera uppá búin en sjáum alveg eftir því þegar við komum. En maður getur ekki gert allt og verið allt í öllu alla daga... hehehe...
Jæja ætla að fá mér morgunmat, 39 mín í heimsins leiðinlegasta fyrirlestur.
Edda
ps 41 dagur þangað til við förum til Spánar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 15:13
Auðvita...
Það er allavega margt vitlausara. Væri örugglega mjög áhugavert að komast í heitapottinn í Sundlauginni á Flúðum í kvöld og hlíða á kappræður um málið.
Og að sjálfsögðu fá smjörþefinn af slúðrinu í leiðinni hí hí hí
Ætli það sé sól á Flúðum núna? þoli ekki þegar það er sól þar og ekki hér á Bifröst Það er nefnilega bara skýjað hérna núna, en alveg 16 stiga hiti sko. Vona bara að mínir kæru foreldrar hafi aðra ástæðu til að hringja í mig í dag en að grobba sig af veðrinu í sumarparadísinni.
Edda
Vill Garðyrkjuskólann á Flúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2007 | 15:18
Hræðilegt
úff ég vona innilega að þetta sé plat, get ómögulega ímyndað mér að nokkur manneskja geti drepið barn að ástæðu lausu og grafið það svo. Get ekki líst stingnum sem ég fékk í hjartað þegar ég las þetta.
En samt, það er þvílíkt búið að auglýsa eftir henni og enginn hefur séð hana sem er líka mjög skrítið. Æji þetta er bara hræðilegt, veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri foreldri sem lendir í svona.
Nýjar vísbendingar um hvar Madeleine er að finna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 00:20
Súputíð víkinga
Jæja ætli greyjin fái bara súpu í ár eins og í fyrra... í hvert mál...
get ekki beðið eftir næstu helgi! lokapróf á föstudagsmorgunn og svo útilega ef veðrið leyfir :)
Víkingatjaldbúðir rísa á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)