Geggjuð hádegissnitta

Létt og góð hádegissnitta

1 fitty brauðsneið

Kotasæla

Salat (spínat, jöklasalat eða annað)

11% ostur

Bananasneiðar

gúrkursneiðar

Gulrótastrimlar

Smyrð brauðuð með kotasælu bara eftir smekk, ég set alveg 2 msk. Raða salatinu ofan á og setur ostasneiðar, bananasneiðar, gúrkusneiðar og rifna gulrót yfir. Sjúklega gott :)


Grillaður lax með hvítlaukssósu

Grillaður lax með bakaðri kartöflu, hvítlaukssósu og salati

Roð og beinlaus lax

hvítlaukssalt

sítrónupipar

sósa

sýrðurrjómi 10%

hvítlauksgeirar

sítrónupipar

pínulítið salt

Ég krydda laxinn og set hann á grillið í álpappír eða í eldfast mót í ofninn. Blanda öllu í sósuna saman svolítið fyrr svo það komi bragð í hana. Ber þetta svo fram með salati, það er líka rosagott að hafa asíur með :) rosalega gott.


Píta með kjúkling

Píta með kjúklingabringu og grænmeti

Pítubrauð

Kjúklingabringa

létt pítusósa

Grænmeti

Ég set bringuna í eldfast mót í ofninn á 170 gráður og hef hana í ca 25 mínútur, fer svolítið eftir hvað hún er stór. Ég krydda hana með pínulitlu chicken season, sko alveg oggupínu :) Svo bara raða ég í pítuna kínakáli, gúrku og papriku og set i mestalagi 1 msk létt pítusósu :) Þetta er ekkert smá gott :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband