Besta kartöflusalat í heimi

Slatti soðnar kartöflur

Aðeins minna af grænum eplum (samt rosalega gott að hafa mikið af eplum finnst mér)

Meðal stór laukur (eftir smekk)

Súrar gúrkur (má sleppa)

Sætt sinnep (eftir smekk, mér finnst gott að setja mikið)

Majones

Sýrður rjómi (ég set alltaf jafnt af majonesi og sýrðum rjóma)

Salt og pipar eftir smekk

Þetta er alveg ofboðslega gott salat með öllum grillmat, mér finnst best að segja mikið af eplum og lauk. Þessu er bara öllu blandað saman í væna skál og borðað svo af bestu lyst. Mjög gott að láta það standa í eins og eina nótt áður en það er borðað.


Árangurinn

6. ferbrúar: 6,5 kg farin síðan um áramót W00t

jæja þá er maður BMI-lega séð komin í kjörþyngd í fyrsta skiptið í uuuuuuuuuu... 5 ár? eða 6? bara man ekki Cool en það eru 8 kg eftir og alveg bannað að slaka á núna.


Hann á afmæli í dag

jon_ingi

 

Þessi fallegi maður InLove á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið ástin mín Kissing

Litli bróðir á líka afmæli í dag, orðinn 15 ára gamall kallinn, innilega til hamingju með daginn litli minn Wink

 


Núverandi

núverandi föt: Bleikköflóttar joe boxer náttbuxur og hvítur hlírabolur
núverandi skap: Æji veit það ekki, eitthvað flöktandi
núverandi hár: Dökkbrúnt og úfið
núverandi pirringur: 2 verkefni sem á að skila á mán og þri
núverandi lykt: Bara mín lykt, ekkert ilmvatn sko
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: LÆRA
núverandi skartgripir: Engnir, notikki sollis
núverandi áhyggja: Heilsan mín og verkefnin
núverandi löngun: Sofa aðeins lengur
núverandi ósk: Að komast til útlanda í sumar
núverandi farði: Enginn, nota sjaldan svollis
núverandi eftirsjá: Að hafa farið svona seint að sofa
núverandi vonbrigði: Fengum ekki íbúðina á spáni hjá Rafis
núverandi skemmtun: Barnaefnið á stöð 2
núverandi staður: Við endan á Borðstofuborðinu, varla hægt að lýsa því betur í svona lítilli íbúð
núverandi bók: corporate finance, jeahhhhh
núverandi bíómynd: Horfði á forgotten í gær, jú heyrðu það voru líka vonbrigði 
núverandi íþrótt: Snjóþotutog og labb, hef ekki enn farið í ræktina árið 2007
núverandi tónlist: Engin, nema blaðrið í mjórómu verunni í TV sé tónlist 
núverandi lag á heilanum: Family portrait með Pink
núverandi blótsyrði: "shit" held ég, allavega segir krakkinn minn það líka :S
núverandi desktop mynd: Jólakorta myndin í ár.
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Læra
núverandi msn manneskjur: Enginn sem ég er að blaðra við
núverandi manneskja sem ég forðast: Tengdó, svara ekki í símann milli 7 og 8 :S og já ég skammast mín
núverandi dót á veggnum: Er nú blessunarlega laus við það að dótið sé upp um veggina hjá mér.

Grillaður lax á spínatbeði

Roð og beinlaus lax

Ferskt spínat

Rauð paprika

Gúrka

Tómatar

Kotasæla

Sweet chillie sauce

Ég grilla laxinn ýmist á grillinu eða bara í ofninum, set spínathrúgu á diskinn og laxinn í miðjuna. Dreifi hinu grænmetinu í kring ásamt kotasælunni og því næst sweet chillie sósunni. Þetta er ótrúlega gott, kotasæla og sweet chillie er eins og skapað fyrir hvort annað. Njótið!


Stjúpi ræðir flóðin um jólin

Viðtal sem mbl.is tók við stjúpa minn núna fyrr í janúar. NB það voru einmitt við sem þurftum að flýja á aðfangadagskvöld svo Jón kæmist í vinnuna á jóladag og við til pabba :) smá ævintýraleg jól í þetta sinn.


mbl.is Um 95% af 200 hektara landsvæði í Auðsholti fór á kaf í flóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spínatsalat með kjúkling

Mikið spínat

Kjúklingabringa skorin í bita eða kjúklingaafgangar

fetaostur

paprika

rauðlaukur

kirsuberjatómatar

furuhnetur

Ísío4 olía

Ég fylli diskinn af spínati (ca. 200 - 250 g) og set nokkra bita af fetaosti og forðast olíuna. sker smátt laukinn og paprikuna, hef tómatana bara í heilu og dreifi ásamt hnetunum voða sætt yfir, hita kjúklinginn aðeins á þurri pönnu og set sömuleiðis á diskin. Að lokum set ég ogguponsupínu af Ísío4 olíu yfir svo salatið rétt glansi :) þetta salat er um 560 kcal


offramboð á bloggsvæðum

og já þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg, er ekki ánægð með blog.central.is var að setja myndir þar sem neita að birtast, svo eyði ég myndunum en er samt með nýtt hluta af þeim mb sem ég á innifalið. skil þetta ekki er að spá í að vippa mér hingað, finnst þetta sniðugara :)

 Skottan


Allt saman að gerast

Jæja ég ákvað að flytja mig hingað, en ætla bara að dunda við það svona í rólegheitum svo sýnið mér smá þolinmæði :)

ADHD

Ég var greind með ADHD (athyglisbrest með ofvirkni) í desember 2004. Upphaflega fór ég til Sálfræðingsins vegna þess hversu þunglynd ég var búin að vera frá því að ég átti barnið, þyngdist um 10 kg á aðeins rétt rúmum mánuði og leið virkilega illa. Ég byrjaði í lok september að hitta sálfræðingin og eftir að hafa farið yfir alla æskuna og sitthvað meira þá ákvað sálinn að leggja fyrir mig próf, og það var ekki eitt próf og ekki tvö. Mamma þurfti að taka próf líka. Útúr þessu kom að ég er semsagt með ADHD og með kvatvísi, sem skýrir margt í hegðun minni gegnum árin hehe...

Það er mikill léttir fyrir mig að vera komin með skýringu á þessu, það var alltaf talað um hvað ég var óþekk og mikil fyrirferð í mér. Ég átti líka til að vera gleymin og einhverjir myndu kalla þetta leti líka. Mér gekk illa í skóla og í rauninni lærði ég bara það sem ég hafði áhuga á, og féll í hinu. Athyglisbresturinn versnaði til muna eftir að ég átti barnið og segja þau bæði sálfræðingurinn og geðlæknirinn að það sé eðlilegt að það gerist þegar ég þarf að fara að hugsa um fleiri en bara mig sjálfa.

Við erum að tala um það að ég átti erfitt með að halda athygli í samtölum við fólk, erfitt að muna eftir að gera hluti, og erfitt með að einbeita mér að einum hlut í einu. Lýsir sér eiginlega best hvernig ég tók til, byrjaði kannski í stofunni og fann þar eitthvað sem átti heima í barna herbergi, þá byrjaði ég að taka til þar og þar var annað sem átti heima í eldhúsinu og þá var ég byrjuð þar ofl. Semsagt mér varð aldrei neitt úr verki.

Hverjum hefur ekki fundist ég ekki vera að hlusta þegar það er verið að tala við mig, ég varð líka oft vör við að ég svaraði bara þó ég hafði ekki hugmynd um hvað manneskjan var að segja við mig. Örugglega pirrað marga. Kom líka fram í því að ég átti til að grípa framm í fyrir fólki en það gerðist bara því ég var ekkert að hlusta :(

Ég var útskrifuð hjá sálanum 17. desember 2004 og strax kvatti hún mig til að fara til læknis og fá lyf við þessu. Þrjóskan í mér sagði mér að gera það ekki og reyna bara að vera meðvituð um þetta. Það gekk svosem alveg... eða þangað til ég fór í skóla núna í haust. Þá átti ég orðið virkilega erfitt með að fylgjast með og fara eftir réttum skipunum og leiðbeiningum. Ég fór aftur að forðast fólk vegna þess hversu það var erfitt að halda samræðum við fólk.

Í byrjun desember fékk ég svo loksins tíma hjá Grétari og hann fór yfir skýrsluna með mér og við komumst að niðurstöðu að ég myndi prófa lyf sem heitir concerta. En það var einn galli, það varð að sækja um lyfjaskírteini fyrir mig svo ég gæti fengið lyfið en þar sem ég var gráti nær af hræðslu við að falla í skólanum þá hringdi hann í apótekið og ég fékk að taka út lyfin mín. Ég get ekki lýst því hvað þetta er mikil breyting fyrir mig í dag. Fyrsta daginn sem ég tók lyfið mitt þá settist ég virkilega uppí rúm og ég las hálfa skáldsögu, eitthvað sem ég hef ekki getað gert í mörg ár. Kláraði hana svo daginn eftir hehehe... Mér tókst að skipuleggja mig vel fyrir prófin og lærði vel fyrir þau enda er ég stolt af sjálfri mér að hafa náð 8 í meðaleinkunn þessa önnina.

Langar til þess að kvetja þig, ef þú hefur grun um eða veist að þú ert með ADHD að leita þér hjálpar, ekki reyna að gera þetta hjálparlaus, það er of erfitt. Þetta er bilting fyrir mig í dag og ég hlakka til að takast á við þetta áfram.

Á heima síðua ADHD samtakana www.adhd.is er hægt að sækja mikið af upplýsingum og á síðunni www.persona.is er hægt að taka próf til viðmiðunar en það er ekki algjörlega til að taka mark á.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband