4.2.2007 | 10:44
ADHD - lyfin
Kannski kominn smá tími á ADHD blogg.
Í lok nóvember tók læknirinn minn þá ákvörðun að sennilega væri Concerta ekki lyfið sem hentaði mér, skapið var ekki að gera sig og lyfið virtist ekki vera að gera nákvæmlega það fyrir mig sem það átti að gera. Hann lét mig því á Ritalín Uno sem er í rauninni það sama og Concerta en aðeins öðruvísi uppbyggt og átti að hjálpa mér með skapið betur, átti til að verða svo geðvond þegar lyfið hætti að virka Það virkaði mjög vel á skapið og ég var í raun allt önnur en mér fannst og finnst það ekki virka nægilega á athyglisbrestinn. Finnst ekkert ganga hjá mér svo 1. feb ákvað ég að prófa að taka Concerta aftur og viti menn... ég varð bara þunglynd! og ógeðslega leiðinleg og forðaðist eins og heitan elda að tala við fólk, ég reyndar fattaði það ekki sjálf fyrrenn Jón benti mér pent á það í gærkvöldi. Sem betur fer á ég tíma hjá Grétari núna í febrúar svo hann geti sagt mér hvað ég á að gera. Það er eins og það sé eitthvað í concerta sem fær mig til að fá bæði ljótuna og feituna og allt verður vonlaust. Finnst eins og allir séu að fara á bak við mig eða vilji ekki tala við mig. Mjög spes
og núna halda allir sem lesa þetta að ég sé geðveik hehehe... úff veit ekki hvað ég á að gera...
Edda
ADHD | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 10:36
Eitthvað lítið um bloggstuð...
...þessa dagana.
En ég er hérna, svolítið mikið að gera í skólanum bara. 3 próf í næstu viku og 2 verkefni sem hanga yfir manni. Er búin að vera rosa dugleg í ræktinni, er að ná að mæta 4 sinnum í viku og púla rækilega. Ég var mæld á fimmtudaginn og það kom bara vel út, miðað við síðustu mælingu sem var 1. nóv þá er ég búin að léttast og er með sömu fitu% sem er að sögn Inga víst mjög gott hehehe :) ég er allavega sáttust með að léttast. Beinin eru líka farin að láta sjá sig aftur og fólk talar um að andlitið sé að breytast hmm... spurning hvort að maður þurfi að láta taka mynd hehehe...
Darri frændi minn er í heimsókn hjá mér, er búinn að vera að leika við Gylfa í gær og það sem af er dagsins í dag.... Vá ég ætlaði nú örugglega að skrifa eitthvað meira, bara man ekki hvað það var hehehe...
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 17:55
Sveitin mín en í fréttum...
...útaf henni Hvítá
Þetta er rosalegt.
![]() |
Náttúruhamfarir í Hvítárholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2007 | 11:01
Yndislega vakning
Ég get svo svarið að ég er ennþá í sjokki. Ég var nú reyndar vöknuð og var að kúra með barninu yfir barnaefninu kl 9 í morgunn og allt í rólegheitum, kisa að góna í gluggann og voða stuð. Svo heyri ég að vinur okkar hann hoppu kisi var enn og aftur byrjaður að hoppa á rúðurnar og Tinna ekki alveg par ánægð og kvæsti og urraði. Svo verður bara allt tryllt!!! Kötturinn hoppaði rosa harkalega á rúðunna og Tinnu greyjinu brá svo við lætin að hún tók á spanið yfir vaskinn og UPPVASKIÐ!! og inní herbergi. Uppvaskið flaug allt á gólfið og eitt stykki eldfast mót í mig. Ég hélt í alvöru að kattar kvikindið hefði flogið í gegnum rúðuna. Allavega sló hjartað á mér eins og ljón hefði stokkið í rúmið hjá mér.
En ég er alveg búin að jafna mig núna. Valkyrja flytur austur í kvöld, Jo Ann ætlar að taka hana og hugsa um hana fyrir mig hún kemst ekki í betri hendur held ég. En það þurfti að svæfa Seljenn (pabba Valkyrju) í fyrradag útaf hann var kominn með svokallað sip út frá kórólaveiru. Hann var mjög veikur anginn og þar með ekki fær til að losa sig við veiruna eins og heilbrigður köttur. Valkyrju verður auðvita saknað en Tinna getur notið sín betur og orðið eins og hún var vonandi svo þetta er besta ákvörðunin.
Ég var ótrúlega dugleg í ræktinni í vikunni, var alveg að taka á því, miklu meira en ég hef gert áður enda er árangurinn alveg að koma í ljós með breyttu mataræði... eða breyttu hehehe... ég er bara byrjuð að borða, búin að léttast um 5 kg síðan 2. janúar. Ingi ætlar að mæla mig á fimmtudaginn, hef ekki verið mæld síðan 1. nóv og er alveg búin að fitna síðan og grennast aftur svo það verður forvitnileg mæling
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 09:01
Úfffff... Aumingja Mozart
Illa farið með litla greyjið
Þetta skiptir hann engu. Hann veit ekki hvað aflimun er, sagði dýralæknirinn Luc Lambrecht, og bætti því við að kynlífið hjá Mozart yrði jafn fjörugt sem fyrr. Það er allt í höfðinu á honum.
![]() |
Með stinnan lim í viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 09:57
Jahérna hér...
Hvað getur maður annað en flissað yfir þessu hehehe... En frábært að lögreglan gefur sér tíma í svona, bara spurning hvað svona útkall kostar!
Hvað ætli íbúarnir hafi haldið að þetta væri? Get ekki ímyndað mér það.
![]() |
Lögregla kölluð til vegna rafmagnsrakvélar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 21:46
Æðislegur jarðaberja shake
100 gr. fersk jarðaber
200 ml léttmjólk
safi úr 1/4 af sítrónu
vanillukorn
sæta
Öllu skellt í blandarann, helt í glas með klaka og skreytt með sítrónusneið. Jummý
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 15:19
Selfossbíó fer alveg á kostum
Já ég get nú ekki annað sagt en að Selfossbíó fari á kostum í mínum augum. Milli jóla og nýárs ákváðum við litla fjölskyldan að skella okkur í bíó á Selfoss og sjá Happyfeet (held það sé skrifað svona) Við vorum búin að sjá að myndin yrði sýnd kl 17 svo við keyrðum frá Flúðum og á Selfoss. Þegar við komum í þetta fína "nýja" bíóhús þá var þar heldur betur uppi fótur og fit og ekkert nema snarvitlausar ömmur með barnabörnin að skammast í stúlkigreyjunum í afgreiðslunni. Þá höfðu verið gerð þau mistök að sýna myndina kl 16 í öðrum sal og því var myndin ekki búin til að hægt væri að sýna hana kl 17. Nokkrir sem voru mættir voru búnir að borga og voru svona frekar óhamingjusamir með þetta, tala nú ekki um öll ungu börnin sem voru full eftirvæntingar eins og til dæmis sonur minn Myndina átti ekki að sýna meira þennan dag svo við snérum við úr fýluferðinni okkar. Við vorum reyndar heppin að BT var ennþá opið, eða reyndar að loka, og við fengum að skjótast þar inn og náðum okkur í mynd til að bæta okkur öllum þetta upp.
En þetta er ekki allt hvað varðar þetta blessaða Selfossbíó. Mamma ákvað í gærkvöldi að bregða sér í bíó með bænurna sína, enda bóndadagurinn. Man nú ekki á hvaða mynd þau fóru en þetta var allavega frumsýning á myndinni, einhver með Ben Stiller. Þegar það var liðinn hálftími af myndinni var myndin allt í einu öll á hvolfi skýringin var sú að hún hafði verið vitlaust klippt og að hún yrði sýnd aftur kl 22. Þau fengu nú reyndar endurgreitt og boðsmiða en HALLÓ er ekki í lagi?? þetta var frumsýning oooogg það er ekki mánuður síðan við lentum í veseni með þetta bíó.
Ég segi bara, hvað með að setja bara Flúðabíó aftur í gang?? það var allavega aldrei svona mikið vesen að reyna að fá að sjá eina, já eða tvær, myndir þar.
18.1.2007 | 22:57
Hvað haldiði
Míns ákvað bara að skella sér í ræktina í dag, fyrsta sinn á þessu ári. Og það gekk bara skolli vel. Merkilegt hvað ég þoldi hjólið lengi miðað við hvað er langt síðan síðast hehehe... en ég á alveg von á að rassinn hvarti á morgunn.
Svo er bara kominn bóndadagurinn á morgunn Jón verður reyndar að vinna fram á kvöld svo maður veit ekki hvað verður. Aðeins erfiðara svona lengst uppí sveit en síðasta bóndadag þá lét ég senda honum blóm og ávaxtakörfu frá Blómavali í vinnuna hí hí
En ég er allavega búin að kaupa þorramatinn handa honum.
Jæja það er eiginlega kominn háttatími hjá mér, er að farast úr þreytu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 12:46
Sæt eplabaka með kókós
Svona 6-8 epli (sama hvaða lit, rauð mjög góð)
Sykur
3-4 eggjahvítur
Kókósmjöl
Borðedik
jæjam sjóðið eplin ásamt 2 tsk. af sykri í örfáar mínútur rétt til að lina eplin (munið að flysja þau og britja niður) Raðið þeim í eldfastmót. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo 175g af sykri útí ásamt 2 tsk af edikinu og þeytið áfram. Setjið 1 dl. ad kókósmjöli útí ásamt aftur 175 g af sykri og hrærið varlega með sleikju, búið svo til toppa ofan á eplin og stráið kókós yfir. Bakið við 200 °c í 15 mín. Nammi namm þetta er ofboðslega gott með vanillu ís eða rjóma (c",)