Færsluflokkur: Matur og drykkur
25.5.2009 | 13:08
Eitthvað sem allir ættu að horfa á!
Þetta fær mann til að hugsa, ég hef amk ekki gleymt neinu af þessu síðan ég horfði á þetta fyrr í vetur.
Edda
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 21:46
Æðislegur jarðaberja shake
100 gr. fersk jarðaber
200 ml léttmjólk
safi úr 1/4 af sítrónu
vanillukorn
sæta
Öllu skellt í blandarann, helt í glas með klaka og skreytt með sítrónusneið. Jummý
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 12:46
Sæt eplabaka með kókós
Svona 6-8 epli (sama hvaða lit, rauð mjög góð)
Sykur
3-4 eggjahvítur
Kókósmjöl
Borðedik
jæjam sjóðið eplin ásamt 2 tsk. af sykri í örfáar mínútur rétt til að lina eplin (munið að flysja þau og britja niður) Raðið þeim í eldfastmót. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo 175g af sykri útí ásamt 2 tsk af edikinu og þeytið áfram. Setjið 1 dl. ad kókósmjöli útí ásamt aftur 175 g af sykri og hrærið varlega með sleikju, búið svo til toppa ofan á eplin og stráið kókós yfir. Bakið við 200 °c í 15 mín. Nammi namm þetta er ofboðslega gott með vanillu ís eða rjóma (c",)
18.1.2007 | 12:37
Besta kartöflusalat í heimi
Slatti soðnar kartöflur
Aðeins minna af grænum eplum (samt rosalega gott að hafa mikið af eplum finnst mér)
Meðal stór laukur (eftir smekk)
Súrar gúrkur (má sleppa)
Sætt sinnep (eftir smekk, mér finnst gott að setja mikið)
Majones
Sýrður rjómi (ég set alltaf jafnt af majonesi og sýrðum rjóma)
Salt og pipar eftir smekk
Þetta er alveg ofboðslega gott salat með öllum grillmat, mér finnst best að segja mikið af eplum og lauk. Þessu er bara öllu blandað saman í væna skál og borðað svo af bestu lyst. Mjög gott að láta það standa í eins og eina nótt áður en það er borðað.
14.1.2007 | 09:43
Grillaður lax á spínatbeði
Roð og beinlaus lax
Ferskt spínat
Rauð paprika
Gúrka
Tómatar
Kotasæla
Sweet chillie sauce
Ég grilla laxinn ýmist á grillinu eða bara í ofninum, set spínathrúgu á diskinn og laxinn í miðjuna. Dreifi hinu grænmetinu í kring ásamt kotasælunni og því næst sweet chillie sósunni. Þetta er ótrúlega gott, kotasæla og sweet chillie er eins og skapað fyrir hvort annað. Njótið!
12.1.2007 | 22:42
Spínatsalat með kjúkling
Mikið spínat
Kjúklingabringa skorin í bita eða kjúklingaafgangar
fetaostur
paprika
rauðlaukur
kirsuberjatómatar
furuhnetur
Ísío4 olía
Ég fylli diskinn af spínati (ca. 200 - 250 g) og set nokkra bita af fetaosti og forðast olíuna. sker smátt laukinn og paprikuna, hef tómatana bara í heilu og dreifi ásamt hnetunum voða sætt yfir, hita kjúklinginn aðeins á þurri pönnu og set sömuleiðis á diskin. Að lokum set ég ogguponsupínu af Ísío4 olíu yfir svo salatið rétt glansi :) þetta salat er um 560 kcal
12.1.2007 | 21:45
offramboð á bloggsvæðum
og já þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg, er ekki ánægð með blog.central.is var að setja myndir þar sem neita að birtast, svo eyði ég myndunum en er samt með nýtt hluta af þeim mb sem ég á innifalið. skil þetta ekki er að spá í að vippa mér hingað, finnst þetta sniðugara :)
Skottan
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 15:21
Geggjuð hádegissnitta
Létt og góð hádegissnitta
1 fitty brauðsneið
Kotasæla
Salat (spínat, jöklasalat eða annað)
11% ostur
Bananasneiðar
gúrkursneiðar
Gulrótastrimlar
Smyrð brauðuð með kotasælu bara eftir smekk, ég set alveg 2 msk. Raða salatinu ofan á og setur ostasneiðar, bananasneiðar, gúrkusneiðar og rifna gulrót yfir. Sjúklega gott :)
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 15:19
Grillaður lax með hvítlaukssósu
Grillaður lax með bakaðri kartöflu, hvítlaukssósu og salati
Roð og beinlaus lax
hvítlaukssalt
sítrónupipar
sósa
sýrðurrjómi 10%
hvítlauksgeirar
sítrónupipar
pínulítið salt
Ég krydda laxinn og set hann á grillið í álpappír eða í eldfast mót í ofninn. Blanda öllu í sósuna saman svolítið fyrr svo það komi bragð í hana. Ber þetta svo fram með salati, það er líka rosagott að hafa asíur með :) rosalega gott.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 15:18
Píta með kjúkling
Píta með kjúklingabringu og grænmeti
Pítubrauð
Kjúklingabringa
létt pítusósa
Grænmeti
Ég set bringuna í eldfast mót í ofninn á 170 gráður og hef hana í ca 25 mínútur, fer svolítið eftir hvað hún er stór. Ég krydda hana með pínulitlu chicken season, sko alveg oggupínu :) Svo bara raða ég í pítuna kínakáli, gúrku og papriku og set i mestalagi 1 msk létt pítusósu :) Þetta er ekkert smá gott :)
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)