Alein heima

og ég að nota tækifærið til þess að læra svolítið. Jón og Gylfi Rúnar skruppu vestur í þeirri von að geta veitt eitthvað en í gær hafði ekki verið veður til þess svo ég vona að það verði hægt í dag svo ég fái sjóbleikju í kvöldmatinn Grin Linda bauð mér í kjúlla í gærkvöldi sem var voða gott, fékk líka langþráða klippingu svo núna er ég ennþá meiri pæja en venjulega Tounge

Við fórum á föstudaginn á Hörpuhátíð á leikskólanum sem var voða gaman, þegar við komum voru strákarnir á kafi að skoða ánamaðka og eina margfætlu í moldarhrúgu á borði. Við skoðuðum allan leikskólann og skoðuðum skreytingarnar þeirra og svo hlustuðum við á þau syngja. Gylfi Rúnar klaufabárður datt rétt fyrir sönginn og meiddi sig svo hann söng með fýlusvip og tón. En söng samt.  Eftir sönginn voru grillaðar pylsur og strákarnir fóru að leika sér. Alda fór á kostum sem fóstra og lék við alla krakkana meðan lötu foreldrarnir kjöftuðu bara Blush Þegar við komum heim vorum við öll svo þreytt að allir fóru í náttföt og það var sko kúrt uppí sófa og horft á Alladín, loksins fékk ég að ráða á hvað við horfðum LoL 

Pabbi minnVerð að sýna ykkur líka einn af pökkunum hans pabba sem fékk vinningin hvað innpökkun varðar. Þetta er auðvita flaska en hún er pökkuð inn í rúlluplast og bundin saman með bindigarni, ekkert smá flottur. Bak við kallinn sjáið þið skop mynd af gamla sem Torfi frændi okkar teiknaði og pabbi fékk ásamt lazy boy frá hópi fólks. Hann er klár kallinn, en ég er ekki alveg að sætta mig við að bíllinn sé eins og renault! þetta á að vera VOLVO!! hehehe... Meira að segja Gylfi Rúnar veit það að Vovo sé málið Cool 

Jæja ætla að lesa núna, var að spá í að taka labbitúr uppá Grábrók eftir hádegi.

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband