Grábrók

Þetta var svo næs! Ég skellti mér í góðan labbitúr héðan frá Bifröst og uppá Grábrók. Fór svo gönguleiðina að Bifröst til baka, svo ég fór einn hring uppá Grábrók og annan í kringum hana hehe.. Ég tók meira að segja nokkrar myndir á símann minn.Mynd024

Smellti einni af Bifröst ofan af Grábrók, hvar er sólin sem ég var búin að ákveða að ætti að vera í dag líka?? En veðrið er yndislegt, hlýtt og stillt.

 

 

 

 

Mynd025

Það var líka snjóskafl á vegi mínum, mér til mikillar undrunar! En við erum auðvita á Íslandi svo það má búast við þeim svona fram í miðjan júní.

 

 

 

 

 

Mynd021

Svo er það hún ég, sem ég er reyndar farin að sjá eftir að hafa sett mynd af núna. En skítt með það er að vinna í þessu öllu saman.

Er búin að taka þá mikilvægu ákvörðun að æfa 5 sinnum í viku og labba einu sinni í viku, helst með fjölskylduna með mér. Ætli við Gylfi löbbum ekki að Glanna næsta sunnudag.

Jæja ég er of dugleg í dag... 2 blogg hehehe

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Úff ég dáist að þér... mikið ertu dugleg :)

Anna Sigga, 29.4.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég fór í göngutúr líka í gær, en ég kom að brennuvargi sem kveikti í sinu. Hefði betur kosið þinn göngutúr.

Guðlaugur Kristmundsson, 1.5.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband