Sumar, sól og endalaus hamingja

Held að lífið gæti ekki verið mikið betra, veðrið búið að vera alveg frábært og alveg sérstaklega í gær! En það stefnir í að verða miklu betra í dag Smile Elska þetta líf. Það er sko ekki mikil nenna til að læra á svona dögum enda fórum við í pottinn í gær eftir body pump og vorum þar þangað til óvissubúðirnar byrjuðu og svo aftur í pottinn eftir þær. Ég nefnilega ákvað að skella mér í óvissubúðirnar sem eru hér á Bifröst 2svar í viku í 4 vikur, það er ótrúlega skemmtileg. Við erum s.s. alltaf úti að gera einhvað skemmtilegt, erum búin að hlaupa að Rauðbrók og gera æfingar þar ofan í, hlaupa um svæðið, Bifröst, og fara í leiki á torginu og í gær hlupum við að Glanna og niður í Paradísarlaut og gerðum æfingar á milli. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég hef bætt þolið frá fyrsta tíma, þá komst ég ekki lengra hlaupandi en að Hreðavatnsskála en svo í gær hljóp ég alla leið að Glanna en þá var ég líka orðin mjöööög þreytt greyjið.

Við fjölskyldan fórum í útilegu um helgina, skelltum okkur að Hraunborgum í Grímsnesi. Það var geggjað næs og finally höfðum við tjaldvagninn okkar útaf fyrir okkur. Komumst nefnilega aldrei ein í útilegu í fyrrasumar, þeas þannig að við höfum vagninn fyrir okkur bara. Mamma og Steinar komu á laugardaginn og tjölduðu hjá okkur og voru eina nótt sem var mjög gaman því við höfum ekki hitt þau geðveikt lengi, örugglega mánuð eða eitthvað. Það var svolítið rok á laugardaginn en samt heiðskýrt svo það var ekkert kalt og ekkert hægt að hvarta yfir því.

Við kíktum líka aðeins við á Víkingahátíð í Hafnafirði þar síðustu helgi og hittum vini okkar, nenntum reyndar ekki að vera uppá búin en sjáum alveg eftir því þegar við komum. En maður getur ekki gert allt og verið allt í öllu alla daga... hehehe...

Jæja ætla að fá mér morgunmat, 39 mín í heimsins leiðinlegasta fyrirlestur.

Edda

ps 41 dagur þangað til við förum til Spánar Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband