jæja

Blogga smá hér líka, er svo óvenjudugleg á barnalandi fyrir soninn að ég gleymi þessu alveg :) En það er bara ágætt að frétta héðan úr sveitinni, núna er síðasta kennsluvikan í skólanum, svona upprifjunarvika fyrir próf og svo byrjar pásakfrí á föstudaginn. Það verður ágætt að fá frí, lesa svolítið fyrir prófin en við erum að fara í 2 munnlegpróf sem þarf að lesa þósvolítið fyrir. Er pínu farin að kvíða prófvikunni, verð komin 39 vikur undir lok hennar og eitt prófið þarf ég að sitja í 5 klst. úff... spurning að velja sér bara sæti aftast til að geta staðið upp reglulega. Svo er bara umfram allt að halda í sér fyrir próf hehe... það ætti að takast, hef engar stóraráhyggjur af því.

Ég ætla að fara í bæinn á morgunn með Robba og Júlla að hitta umsjónarmann meistaranámsins í fjármálum í HR. Er pínu spennt yfir því... langar svoooo að komast inn í haust, það nefnilega hentar alveg ágætlega eða við látum það henta. Ég er búin að fá úthlutaðan leiðbeinanda fyrir BS ritgerðina, fékk Lobba sem var reyndar aðalvalið mitt :) hæstánægð með það. Þarf bara að negla efnið mitt almennilega niður.

Hvað get ég sagt meira hehe.. jú það er akkúrat einn mánuður í krílið í dag. Bara spennó

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er sko eins gott að litla frænku- eða frændakrílið mitt láti ekkert sjá sig í prófavikunni. MS. í HR frábært og spennandi, leyfðu okkur svo að fylgjast með hvernig þér líst á :0)

Anna Þ. (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Anna Sigga

Vááá! hvað þú ert ofurdugleg Edda mín. Kasólétt og busy, busy skólastelpa.  Hlakka til að heyra meira frá þér sæta mín.

Anna Sigga, 12.3.2008 kl. 12:07

3 identicon

Hæ skvísepæ

 Ég verð eitthvað hjá mömmu og pabba jú, fer þangað eitthvað núna um helgina, frá laugardegi kannski fram á mán eða þri. Svo kem ég aftur á skírdag eða föstudaginn langa held ég. Ég kíki sko pottþétt á þig og bumbuna þína ;0)

Anna Þóra (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband