27.7.2009 | 11:46
Kraftlyftingamót
Einhverntíman í vor spurði Rósa mig hvort að mig langaði að keppa með sér í kraftlyftingum. Fyrst var ég alveg... uuuuu.... veit ekki og sá fyrir mér stærðar kvennmenn og svakalegar þyngdir eins og maður sér á svona ólympíumótum. En svo varð ég bara heitari og heitari fyrir þessu eftir að ég fór að kynna mér þetta svo við ákváðum að taka þátt í Sunnumótinu í kraftlyftingum sem var haldið á Akureyri 11. júlí. Rósa talaði Jens sem var með henni í skólanum í vetur og hann tók okkur í einn tíma og kenndi okkur powerlyftingar og sagði okkur hvernig við ættum að æfa fyrir mót. Frá því að við lærðum powerlyftingar bætti ég mig um 10 kg. í bekkpressu var alltaf að rembast við 40 kg. og fannst ég ekkert gera en á æfingunni með Jens lét hann mig taka 45 kg sem var svo bara ekkert mál. Fyrir mótið fórum við líka á deadlift æfingu hjá Gemmu í supergym sem var ótrúlega gaman. Það var reyndar viku fyrir mót svo hún lét okkur bara taka létta æfingu og lét okkur æfa snerpu. Tíminn með Gemmu var algjört egóbúst fyrir mig því ég hef aldrei áður fengið svona mikil hrós fyrir kroppinn :) hún spurði hver fitu% mín væri og þegar ég sagði henni það var hún ekki alveg að kaupa það því hún sæi hvern vöðva á mér þegar ég tók á svo hún ákvað að mæla mig til að sjá. Talan kom mér heldur betur á óvart! 18% fita og ég alveg sátt og fékk mig meira til að trúa því að ég gæti kannski keppt í fitness. Það hefur semsagt ótrúlega oft læðst að mér að ég sé alltof feit í þetta. Fannst líka ótrúlega gaman að hún hafi ekki alveg verið að kaupa það strax að ég hefði gengið með skvísuna mína sem var þá 14 mánaða þegar hún sá á mér kviðinn :) en nóg að monti og meira að kraftlyftingum.
Við skelltum okkur bara í fjölskyldu útilegu með öllu besta fólkinu okkar helgina sem Sunnumótið var haldið. Keppnin hófst kl 13 og við mættum klárar í viktun kl 11. Ég keppti í -75 kg. flokki (er samt ekki 75 kg hehe... bara þyngri en 67,5 ;) sem er næsti flokkur fyrir neðan) Ég tók samtals 150 kg eða 50 kg í bekkpressu og 100 kg í réttstöðulyftu sem færðu mér 4 sætið í mínum flokki. Ég reyndi við 52,5 kg í bekkpressu en náði því ekki upp. Í réttstöðunni reyndi ég við 110 kg. náði því upp en fékk það ógilt því ég setti lærin óvart undir stöngina. Helgin var í allastaði frábær!
Þegar við komum heim þá vorum við strax hvattar til að taka þátt í Kópavogsmótinu í bekkpressu til þess að safna reynslu, við vorum reyndar báðar svolítið tregar fyrst en kýldum svo bara á það. Var reyndar voða vesen, þurftum að skrá okkur í íþróttafélag og vera í svona Singlet, Jónsi bró ákvað að styrkja mig á síðustu stundu og keypti á mig galla og merkti og ég skráði mig í kraftlyftingadeild Breiðabliks. Þegar loksins kom að mótinu ákváðum við að fara alveg eftir ráðleggingum frá öðrum kraftlyftingakonum og pössuðum vel uppá hvað við borðuðum á föstudeginum, fórum í heitupottana og gufu fyrir viktun sem var kl 12 á laugardeginum. Kópavogsmótið byrjaði kl 14 og það var byrjað á konum. Ég ákvað að byrja í 50 kg því ég vissi að ég gæti það 100% og þá hefði ég allavega tvær tilraunir til að taka 52,5 kg sem ég hafði aldrei náð upp á æfingum. Ég þurfti reyndar bara eina tilraun fyrir 52,5 kg því þau fóru upp hjá mér og mig langaði til að hoppa of öskra af gleði! geðveikt gaman að bæta sig á móti!! Ég reyndi svo við 55 kg og ég get svarið að ég hefði náð því upp ef ég hefði ekki ógilt lyftuna! En 52,5 kg lyftan mín nægði mér til að ná fyrstasætinu í mínum flokki :) Er svo ótrúlega stolt af sjálfri mér að ég get ekki lýst því. Rósa stóð sig líka frábærlega og setti íslandsmet í sínum flokki með því að lyfta 40 kg! Takk fyrir frábært mót Breiðablik!!
Núna er bara vika í að niðurskurður hefst hjá mér, ætla að taka 16 vikur í þetta þar sem þetta er fyrsta mót og vonandi á þetta eftir að ganga vel. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga í niðurskurðinum. Þarf alveg á hvattningu að halda.
Edda kópavogsmeistari í bekkpressu í -75 kg flokki kvenna 2009 :) :) :)
ps. peningurinn hangir sko þar sem allir sjá hann :)
18.6.2009 | 12:04
Mælingar og myndir nr. 2
Síðasta fimmtudag tókum við Rósa mælingu nr. 2 á okkur. Ég var svona ekkert brjálað spennt yfir því því mér fannst ég ekkert búin að bæta mig þannig. Bara búin að þyngjast um 100 gr. síðan í síðustu mælingu (3 kg. samt síðan við byrjuðum að lyfta þungt). Niðurstaða mælinganna var sú að ég er búin að bæta á mig 9,5 cm á upphandleggi, axli, brjóst, mitti og læri. Minnkaði um björgnunar hringinn sem ég er mjöööög ánægð með! Fituprósentan lækkaði um 1,9% sem ég held að sé bara nokkuð gott.
Þessi vika er búin að einkennast mjög mikið af því að þyngja í æfingunum, þá reyni ég að þyngja þannig að ég taki ekkert oftar en 8 sinnum. Það er tekist oftast en stundum næ ég samt að gera alveg 10 - 12 skipti svo ég held áfram að þyngja í næstu viku. Nenni ekkert að tekja upp hvað ég er að taka í hverju, geri það kannski síðar. En ég er með svakalega harðsperrur um allan líkama sem mér finnst yndislegt!! frekar langt síðan ég hef fengið svona svakalegar í þríbbann!
Við Rósa fórum líka saman og keyptum okkur kreatin og byrjuðum að taka það inn á þriðjudaginn þannig núna er heldur betur búið að bætast við bætiefnin. Núna er ég semsagt að taka CLA þrisvar á dag með mat ásamt fjölvítamíni og kalki, Glútamín strax eftir æfingu og fyrir svefninn, Kreatín eftir æfingu og Prótein shake eftir æfingu.
Þetta er nóg í bili
Edda
Fitness | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2009 | 12:06
Tíminn líður
Klárlega kominn tími á smá blogg núna!
Sit hérna við tölvuna með brennandi skinn en ég var að bera á mig dúndurkrem frá Comfort Zone og finn hvernig það virkar ;) en svo ég snúi mér aftur að því að tala um sjálfa mig...
Síðasta vika var svona lala, jú gékk vel í ræktinni og allt það en ég var uppfull af bæði ljótunni og feitunni. Ekki gott sko en ég er orðin einstaklega lagin við það að tala sjálfa mig til og taldi sjálfri mér trú um að að ef ég færi að hugsa um það að ég sé falleg og flott þá verð ég það bara með það sama :) það virkar og það virkar líka að skoða sig og átta sig á hvað það er sem gerir mann flottann. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrrenn í síðustu viku að ég er komin með þokkalega flottan maga! sá bara útundan mér í speglinum í sundi þegar ég var að setja hárið í teyju að ég þarf ekki að skammast mín fyrir hann og ég ætla sko að láta hann bæta upp fyrir lærin mín sem ég er langt í frá að vera ánægð með. En þetta fer vonandi þegar kemur að kötti!!
Í síðustu viku tók ég líka loksins ákvörðun um hvað ég ætla að gera í haust. Þar sem ég er ekki alveg að sætta mig við að vera bara average námsmaður á meistarastigi ætla ég mér að taka mér pásu frá náminu næsta haust og hefja þess í stað nám í einkaþjálfun hjá Íþróttaakademíunni. En ég ætla mér ekkert að taka langa pásu og byrja aftur haustið 2010 þegar ég verð vonandi orðin sprenglærður einkaþjálfari og get starfað við það með náminu. Ég hlakka mjög til að byrja að læra þetta því eins og allir vita sem lesa þetta er þetta aðal áhugamálið núna og því alveg kjörið að klára þetta bara af. Ætla að drífa mig að kaupa þær bækur sem mig langar að eiga sem fyrst svo ég geti byrjað að lesa ;) já já einhver hugsar öruggleg að ég sé snar... en ég á það líka til að vera það ;)
En það er eitt enn, við Rósa erum að byrja að leita okkur að keppnisfötum fyrir haustið svo ef einhver sem les þetta á eða veit um einhvern sem getur lánað eða leigt föt má sá hinn sami gjarnan senda á mig línu á eddaot@simnet.is Það sem þarf er semsagt bikiní í lit, sundbolur í lit og svart bikiní.
meira var það ekki í dag
Edda
Fitness | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2009 | 12:11
Þið verðið að afsaka
En næstu mánuðina þá þarf ég að tala mjög mikið um sjálfa mig og hvað ég er vonandi flott og vonandi að standa mig vel!
Ég var semsagt að koma af geðveikri fótaæfingu! er svo stolt af sjálfri mér yfir hvað mér gékk vel. Það virkar klárlega best fyrir mig að vakna kl 6 og fara svo á æfingu kl 8:40 því munruinn á orkunni sem ég hef er ótrúlegur. Er búin að vera léleg að vakna síðustu tvo daga og þar með ekki fundist ég standa mig nógu vel. En í morgunn vaknaði ég bara með Jóni og fékk mér morgunmat, haframjöl m/ léttmjólk, ætlaði að fá mér eggjahvítu líka en gleymdi að sjóða í gærkvöldi. Ég var semsagt bara í góðu stuði þegar ég mætti í sporthúsið, tók 5 mín upphitun á bretti og tók svo 2x 2 mín af hnébeygjum án þyngdar. Fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá gerði ég fyrst 60 - 62 hnébeygjur á 2 mín, svo 69 - 66, svo 82 - 94 og þá hélt ég að ég myndi ekki bæta mig meira en í morgunn gerði ég 83 - 99. Næst skal ég ná 100+ :) Svo fór ég auðvita bara í æfingarnar mínar sem ég nenni ekkert að segja frá, fyrrenn komið var að fótapressunni. Ég er nefnilega að bæta mig mjög mikið í fótapressunni og það er að gera mig einmitt svona ánægða með mig í dag. Í síðustu viku byrjaði ég í 90 kg og kláraði að gera 4x120 kg. og var þokkalega ánægð með það.
En í DAG!! Ég byrjaði aftur með 90 kg. og gerði 12 sinnum, svo 10x100 kg. 12x110 kg. þannig ég hefði geta gert betur með 100 kg. skellti svo í 120 kg. sem ég var svo ánægð með fyrir viku sinnum og tókst að gera það líka 12 sinnum! eigum við að ræða það eitthvað. Svo þar sem næsta tæki sem við vorum að fara í ákvað ég að prófa 130 kg. og mér tókst að taka það 6 sinnum og ég hélt ég myndi rifna ég var svo ánægð með mig :) Er að verða mjög sterk í fótunum og að fá þokkalega flotta vöðva :) verður gaman að fara að skera spikið utan af þeim ;)
Eftir æfinguna tókum við svo spretti (hlaupa 40 sek, hvíla 20 sek) og mér tókst að bæta mig i því líka, byrjaði í 11,5 og fór uppí 15 í hraða. Fyrir viku fór ég frá 11 uppí 13 svo þetta er töluverð bæting.
Jæja ætla að fara að kynna mér kraftlyftingar hehe... meira síðar
Edda
Fitness | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.5.2009 | 13:08
Eitthvað sem allir ættu að horfa á!
Þetta fær mann til að hugsa, ég hef amk ekki gleymt neinu af þessu síðan ég horfði á þetta fyrr í vetur.
Edda
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 21:26
Sól og sumar
Loksins er sumarið komið! og ég elska það! En þrátt fyrir sólina þýðir ekkert að slaka á í ræktinni er búin að mæta mjög svo samviskusamlega á hverjum morgni, ekki sunnudag samt, og taka vel á því. Sagði það líka síðast en verð að segja það aftur að það er ekkert smá gaman að bæta sig svona í hverri viku, bæði í lyftingunum og í öllum öðrum æfingum. Tökum alltaf eina þolæfingu eftir lyftingar sem er mjög skemmtilegt, t.d. hlaupa stigann í 5 mín og telja ferðirnar. Hljóp 13 ferðir í þar síðustu viku og 15 í þessari ágætis bæting það. Þið sem ekki vitið þá er þetta enginn smá stigi, og fyrir mig lofthræddu manneskjuna þá var það ótrúlega erfitt fyrst. Þarf að halda mér í hálfa leið niður.
Núna eru bara ca 10 vikur eftir af uppbyggingunni og ég held sveimér þá að ég sjái mun á mér. Allavega sést vel móta fyrir vöðvum. Hlakka eiginlega smá til að fara að skera utan af þeim til að sjá þá almennilega. Hvíði reyndar svolítið lærunum því þar er sko nóg af spiki en ég er bara að fara að gera mitt besta.
Aftur að sumrinu, við mæðgur erum búnar að vera duglegar úti í sólinni. Fórum í langan labbi túr bæði í gær og á mánudaginn og skelltum okkur svo í sund með Rósu í dag eftir rækt. Það var alveg notarlegt og við fengum báðar línu eftir sundfötin. Freyja litla algjört krútt með lítið X á bakinu. Það er ótrúlegur munur á krakkanum eftir að ég hætti í skólanum. Hún er farin að sofa betur á daginn og er bara öll önnur! Greinilegt að álag foreldra skila sér til barnanna. Vona að ég geti komið í veg fyrir að það bitni á börnunum næsta vetur eins og það gerði þennann.
En nóg í bili
Edda
Fitness | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 11:38
Mælingar og myndir
Jæja þá hefst þetta í alvörunni! Við Rósa hittumst í vikunni og mældum okkur í bak og fyrir og tókum "fyrir" myndir af okkur. Verð nú að segja að við lítum nú alveg þokkalega vel út á myndum sko :) Mælingarnar voru svona allt í lagi en það verður bara gaman að sjá tölurnar breytast á næstu mánuðum. Við eigum eftir að vera að massa okkur upp til 1. ágúst og erum þá að lyfta mjög þungu og alveg að klára okkur á hverri æfingu. Mjög skemmtilegt. Erum að bæta okkur í hverri viku bæði í þyngdum og þoli.
Ég er búin að vera í svolitlu veseni með mataræðið, þá ekki hvað ég borða mikið heldur er ég að borða alltof alltof alltof lítið. Stundum bara rétt 1000 kcal yfir heilan dag með kröftugum æfingum á hverjum morgni. Er að reyna að bæta þetta og það tekst svona ágætlega, náði t.d. 1250 kcal í gær og mér fannst ég sko éta geðveikt mikið og hlutföllin í prótein, kolvetni og fitu voru flott. Vonandi gengur jafn vel í dag :)
Edda
Fitness | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2009 | 22:28
Hef ekki hugmynd um hvað lykilorðið er sko!
Ég hef semsagt ekki farið hér inn í mjöööög langan tíma og sá að ég hef fengið SLATTA af beiðnum um lykilorðið, meira að segja fólki sem ég vissi ekki að hefði lesið hérna... hmm... :) láta vita af sér alla vega ;)
En allavega, bloggið er opið og hugsanlega ætla ég að blogga eitthvað hérna! mikið í gangi hjá skvísunni núna og á vafalaust eftir að hafa þörf fyrir að blogga um hlutina.
En svo stiklað sé á stóru þá gékk veturinn svona ljómandi vel hjá mér í skólanum þrátt fyrir töluverðan skólaleiða í byrjun vorannar, börnin mín eru yndisleg og sambýlismaðurinn engum líkur :) Ég er búin að vera SJÚKLEGA dugleg að mæta í ræktina eftir áramót og búin að ná frekar góðum árangri held ég og ætla mér bara lengra.... segi betur frá því síðar þegar ég er tilbúin ;)
Þetta er nóg í bili
Edda
og svona til gamans!
Lækkaði reyndar markmiðið :) óþægilega stutt í gamla markmiðið hí hí :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 14:28
Áfram Ísland!!!!
Ég reyndar forðast það að horfa á þetta fer svo svakalega í skapið á mér hí hí...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 09:55
Ég er sko komin með vinnu!
Ekki að ég hafi verið að leita enda er ég að fara í skóla aftur núna í haust og á tvö stk. börn sem þarf að hugsa um. Má eiginlega segja að ég hafi dottið um þessa vinnu eða eiginlega frekar að vinnuveitandinn hafi felt mig svo ég myndi detta á hana. Ég er orðin fjármálastjóri hjá nýju og mjög svo virtu fyrirtæki í Garðabæ og ég fæ að vinna heima hjá mér. Ekki nóg með það þá er ég líka í stjórn fyrirtækisins og fæ síma og símanúmer til afnota hí hí... mjög spenndi!
Mig langar líka svo í lítinn bíl til að snattast hérna innanbæjar, í skólann og svona, bíllinn minn er ekki beit til þess að skjótast hingað og þangað. Ekki að hann sé að eyða einhverju eldsneyti blessaður, eyðir raunar mjög litlu. Miklu minna en avensisinn sem við áttum. Ég veit reyndar alveg hvernig bíl mig langar í en það eru ekki margir á sölu og þessi eini sem ég var komin með augastað á seldist meðan ég var að hugsa mig um. Hann var reyndar ekki með rétta litinn svo ég er nokkuð viss um að ég eigi bara að bíða eftir að ég verði ánægð með hann í alla staði.
jæja ætla að halda áfram að vera áhyggjufull, á að sækja drenginn minn á leikskólann eftir eina klst. hann er í fyrsta degi í aðlöðun!
Edda
p.s. Spurning hvort ég geti sníkt mér bíl til afnota í nýju vinnunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)