Spánn á morgunn

Það eru 5 mánuðir síðan við pöntuðum þessa ferð og það er loksins komið að henni :) Fljúgum kl 14:35 á morgunn svo það er vissara að fara að klára að pakka niður. Var rétt í þessu að klára að útbúa tónlistardisk fyrir soninn til að hafa í flugvélinni með öllum uppá halds lögunum. Hafði það nú bara barnalög þrátt fyrir að hann sé einlægur aðdáandi Creed og Gwen Stefani, þriggja og hálfs árs gamall. Gwen hefur reyndar verið í uppáhaldi síðan hann var um 18 mánaða hí hí...

Okkur tókst líka að flytja á föstudaginn! geggjaður munur, reyndar klóra ég mér enn í hausnum hvernig ég kom öllu þessu dóti fyrir í hinni íbúðinni. Stórfurðulegt. Fengum mikla og góða hjálp svo þetta skotgékk bara! Takk mamma, Birgir, Ingi og Diljá!!

Ég bjó líka til svona GSMblogg en kann ekki að láta það virka hingað inn svo að ég get bara sent inná síðuna hans Gylfa Rúnars, svo ef þið viljið fylgjast með Spánarfréttum verðið þið að kíkja þangað. Senda mér þá bara sms til að fá lykilorðið :) Ekkert vera feimin við það. Getið líka séð hvernig veðrið á að vera á okkur hér.

20060621150813_23

Heyrumst síðar

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband