29.4.2007 | 08:32
Alein heima
og ég að nota tækifærið til þess að læra svolítið. Jón og Gylfi Rúnar skruppu vestur í þeirri von að geta veitt eitthvað en í gær hafði ekki verið veður til þess svo ég vona að það verði hægt í dag svo ég fái sjóbleikju í kvöldmatinn Linda bauð mér í kjúlla í gærkvöldi sem var voða gott, fékk líka langþráða klippingu svo núna er ég ennþá meiri pæja en venjulega
Við fórum á föstudaginn á Hörpuhátíð á leikskólanum sem var voða gaman, þegar við komum voru strákarnir á kafi að skoða ánamaðka og eina margfætlu í moldarhrúgu á borði. Við skoðuðum allan leikskólann og skoðuðum skreytingarnar þeirra og svo hlustuðum við á þau syngja. Gylfi Rúnar klaufabárður datt rétt fyrir sönginn og meiddi sig svo hann söng með fýlusvip og tón. En söng samt. Eftir sönginn voru grillaðar pylsur og strákarnir fóru að leika sér. Alda fór á kostum sem fóstra og lék við alla krakkana meðan lötu foreldrarnir kjöftuðu bara Þegar við komum heim vorum við öll svo þreytt að allir fóru í náttföt og það var sko kúrt uppí sófa og horft á Alladín, loksins fékk ég að ráða á hvað við horfðum
Verð að sýna ykkur líka einn af pökkunum hans pabba sem fékk vinningin hvað innpökkun varðar. Þetta er auðvita flaska en hún er pökkuð inn í rúlluplast og bundin saman með bindigarni, ekkert smá flottur. Bak við kallinn sjáið þið skop mynd af gamla sem Torfi frændi okkar teiknaði og pabbi fékk ásamt lazy boy frá hópi fólks. Hann er klár kallinn, en ég er ekki alveg að sætta mig við að bíllinn sé eins og renault! þetta á að vera VOLVO!! hehehe... Meira að segja Gylfi Rúnar veit það að Vovo sé málið
Jæja ætla að lesa núna, var að spá í að taka labbitúr uppá Grábrók eftir hádegi.
Edda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 21:22
Duglega stelpan
Þá er ég semsagt að tala um hana mig sjálfa hverja aðra. Þetta er búið að vera kreisí vika í vinnurétti, mikill lestur og skemmtilegheit en ég er líka búin að fara 4 sinnum í ræktina og er hrikalega stolt af mér
Fór meira að segja tvisvar í dag
og líður alveg æðislega.
Á morgunn verður 50% raunhæft verkefni í vinnurétti sem við fáum 80 mín til að leysa. Það verður eitthvað spennandi, því ótrúlegt en satt þá er þetta mjög skemmtilegt þegar maður er kominn svona inní efnið, lesturinn greinilega að borga sig núna
jæja þetta var svona leiðinda montblogg frá mér
sjáumst
Edda
Átakið mitt | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 20:23
Hefði betur...
...bloggað um helgina því núna fer allur auka tími í að lesa vinnumarkaðsrétt sumarönnin byrjar semsagt með stæl. Ég var samt nógu dugleg til að mæta í ræktina í morgunn í fyrsta skiptið í margar, margar vikur. Prófaði body pump með Rósu í fyrsta skiptið og ég held í alvöru að ég skjálfi ennþá
En ég ætla að mæta aftur í fyrramálið og þá ætlar Linda mín að koma með mér... er það ekki Linda
smá pressa hí hí... Maður verður að notfæra sér næstu 2 vikur þegar fyrirlestrar byrja ekki fyrrenn 9:35
Annars allt gott bara í sveitinni, prófin gengu alveg brillíant bara og sömuleiðis missó þrátt fyrir að mér hafi fundis málsvörnin hjá okkur hræðileg en það gekk greinilega upp Þetta er bara allt æðislegt, sonurinn að stækka og kallinn alltaf að vinna... en það er auðvita ekkert svo æðislegt. Hlakka bara mest til þegar sumarönninni líkur 28. júlí minnir mig og svo verður það bara spánn 6. ágúst vííí... get ekki beðið. En núna getur þetta snilldar handrit um vinnumarkaðsrétt ekki beðið.
Edda
úps gleymdir... Gleðilegt sumar snúðarnir mínir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 22:54
Missó og sextugsafmæli
Það er sko aldeilis búið að vera nóg að gera eftir próf... vorum í kappi við að klára missó fyrir daginn í dag því ég þurfti auðvita að koma mér í sveitina því elskulegi pabbi minn verður sextugur á morgunn og heldur partý í fyrramálið á Útlaganum. En þetta hafðist af og skýrslan okkar er útprentuð og komin í gorma samt sem áður eigum við eftir að undirbúa okkur fyrir málsvörnina okkar sem verður á þriðjudaginn og svo viðvera á miðvikudaginn. Eftir það er barasta frí fram á mánudaginn 23!!! vííí en þá byrjar skólinn aftur á fullu og verður út júlí.
En nóg um það. Elsku besti pabbi minn! Innilega til hamingju með daginn á morgunn, vonandi áttu eftir að njóta hans vel með okkur öllum. Þú er sko bestur í öllum öllum heiminum
Þín dóttir
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 18:01
Þetta er auðvita frétt!
![]() |
Höfðust við á slóðum Eyvindar og Höllu í allan vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 10:41
Það snjóar og snjóar og snjóar...
Það er allt að snjóa hérna í kaf, sést reyndar ekki á myndinni en það snjóar á fullu akkúrat núna. Hvar er vorið sem átti að vera að koma :( og ef það á að vera svona mikill snjór... hvar eru þá jólin???? nei bara spyr.
Æji verð að halda áfram að læra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 18:07
Smá blogg
hæ hó Ég er hérna, samt varla :) er orðin vitstola af lærdóm en prófin eru í næstu viku. Ég þarf nú sem betur fer bara að taka 3 núna, þarf ekki að fara í próf í upplýsingaöflun og talnameðferð.
Ég fór með barnið mitt í borgina til Jónsa og hann ætlar að hugsa um hann fyrir mig um helgina, mamma varð reyndar svo móðguð að hún krafðist þess að fá hann á sunnudaginn og vera með hann alla vikuna. Þurfti alveg að hugsa málið því það er mjööööög langt þangað til ég hitti þá litla frekjukrúttstrumpinn minn. Það á eftir að verða alveg ferlega gaman hjá honum held ég.
Jæja þið hugsið til mín í næstu viku.
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 09:23
Hvað með Terrible 2
ætli þeir séu að leita hvað veldur því líka og kannski afhverju unglingaveikin byrjar 3ja ára, það er kannski kallað eitthvað annað líka.
![]() |
Vísindamenn segjast hafa fundið hormónið sem veldur unglingaveiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 22:16
Ég get svo svarið það...
...hvað þetta er ógeðslega fyndið, sit alein heima með veika litla barnið mitt og skellihlæ upphátt að þessu skemmtilega atviki. Get svo svarið hvað ég er asnaleg núna... en ekki eins og þessar stöllur, ég hefði sko viljað vera á staðnum til að velta mér uppúr götunni af hlátri.
Æji þetta bjargaði annars þessu yndislega laugardagskvöldi.
Edda
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 14:57
líka mannskemmandi íþrótt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)